BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 25

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 25
Frá Umferðarráði Farsími í tíunda hverjum bíl Tveir af hverjum þremur farþegum í aftur- sætum bíla notuðu bílbelti áður en breytingar á umferðarlögum þess efnis gengu í gildi í haust. Þetta kom meðal annars fram í umferð- arkönnun sem lögregla um land allt vann fyr- ir Umferðarráð. Um 65% allra fullorðinna farþega í aftursætum notaði belti. Ennþá fleiri börn reyndust nýta sér sérstakan örygg- isbúnað. Níu af hverjum tíu börnum notuðu bílbelti eða voru í bílstólum. Til marks um aukna notkun öryggisbúnaðar fyrir börn má geta þess, að í umferðarkönnun sem gerð var 1985 notuðu 20% barna öryggisbúnað. Umferðarkannanir af þessu tagi hafa verið gerðar árlega frá 1985. Þar koma fram ýmsar forvitnilegar upplýsingar, sem auka þekk- ingu á þróun ýmissa þátta umferðarmála. í ljós kemur að þessu sinni að notkun bílbelta meðal ökumanna fer aðeins minnkandi, en lítil breyting hefur orðið á beltanotkun far- þega í framsæti. Ljósanotkun er álíka mikil og á undanförnum árum eða um og yfir 95%. Einnig var kannað hvort í bílnum væri ýmis búnaður, sem ökumenn hafa verið hvatt- ir til að hafa í bílum sínum. Þar kom í ljós að í 97% bíla voru höfuðpúðar í framsæti, sjúkra- taska var í 32% bíla og viðvörunarþrí- hyrningur í 23% ökutækja. Þá kom í ljós að útvarp er í meira en níu af hverjum tíu bílum, farsími í tíunda hverjum bíl og radarvari í 3,5% bíla. Eitt atriði enn sem vekur athygli er hversu algengt er að ökumenn séu einir í bíl, en það er í öðrum hverjum bíl. Áfangasigur í baráttu fyrir bílbeltum Eftir 1. október 1990 eiga allir ökumenn og farþegar í bílum að nota bílbelti. Alþingi sam- þykkti á síðasta starfsdegi sínum á síðast- liðnu vori að farþegar í aftursæti ættu að nota bílbelti. Segja má að þar með hafi verið stað- fest með lögum sú þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, en notkun öryggis- búnaðar í bílum hefur farið ört vaxandi. Þá gera lögin ráð fyrir að börn í aftursæti eigi alltaf að nota viðurkenndan öryggisbúnað. Þá er kveðið skýrt á um að börn megi ekki vera laus í framsæti undir neinum kringumstæð- um. Það hefur um margra ára skeið verið bar- áttumál Umferðarráðs að allir sem í bílum sitja noti bílbelti. Á síðari árum má greina áhrif þessara breytinga í fækkun alvarlegra slysa meðal ökumanna og farþega í framsæti, en slík breyting hefur ekki verið jafn áberandi meðal farþega í aftursæti. Sigurður Helgason.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.