BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 7

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 7
 íþróttaiðkun er einn afþeim þáttum sem hamla gegn áfengisneyslu ungs fólks. landi á þessu sviði svo nýta megi rannsókn- arniðurstöður til þess að draga úr áfengis- neyslu íslenskra unglinga. Enda þótt tiltölu- lega fáar rannsóknir hafi verið gerðar hér í þeim tilgangi að uppgötva helstu áhættuþætti sem tengjast áfengisneyslu íslenskra ung- linga, liggja þegar fyrir mjög athyglisverðar niðurstöður sem vert er að gefa nokkurn gaum.* í rannsóknarskýrslu sem undirritað- ur hefur unnið að ásamt félagsfræðingnum Rúnari Vilhjálmssyni er einmitt gerð tilraun til þess að meta samband ýmissa félagslegra og sálrænna þátta við reykingar og áfengis- notkun meðal 15 og 16 ára unglinga. Niður- stöður rannsóknarinnar sýna að áhættuþætt- ir reykinga og áfengisnotkunar eru nánast hinir sömu. Þetta er í sjálfu sér mjög athygl- isverð niðurstaða sem bendir eindregið til þess að fyrirbyggjandi starf sem beint er gegn reykingum nýtist jafnframt til þess að draga úr áfengisneyslu og öfugt. í þessum skilningi eiga þeir sem berjast gegn áfengisneyslu og reykingum samleið. Þá má nefna að niðurstöður þessarar rann- sóknar eru mjög á sama veg og niðurstöður erlendu rannsóknanna sem nefndar voru hér að framan. Helsti munurinn er sá að í ís- * Rannsóknin byggir á upplýsingum úr landskönnun á lifnaðarháttum og heilsu skólabarna sem fram- kvæmd var á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins, skólayflrlæknis og Háskóla íslands. lensku niðurstöðunum er ekki að finna nein tengsl milli áfengisneyslu og stéttarstöðu. Annars leiddu niðurstöður umræddrar rann- sóknar í ljós að slakur árangur í námi, áfeng- isneysla og reykingar fara saman. Eins tengj- ast áfengisneysla og reykingar neikvæðum viðhorfum til skólans og vinnu með skóla. Nemendur sem vörðu tiltölulega litlum tíma í heimanám voru líklegri til þess að neyta áfengis og reykja en þeir sem vörðu meiri tíma í heimanám. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er skólinn afar mikilvægur þegar áfengisneysla ungmenna er annars vegar. Virk þátttaka nemenda í skólastarfinu virðist því ekki fara saman við neyslu áfengis og tóbaks. Af öðrum niðurstöðum þessarar rannsókn- ar má nefna að unglingar sem stunduðu úti- vist og íþróttir neyttu mun síður áfengis og tóbaks en þeir sem lögðu stund á slíka tóm- stundaiðju. í reynd má segja að skipulagt íþróttastarf sé ein besta vörnin gegn neyslu áfengis og tóbaks sem völ er á. Þessar niður- stöður benda eindregið til þess að íjárfesting þjóðfélagsins í aðstöðu fyrir íþróttir og efling íþróttastarfsins skili sér margfalt til baka í heilbrigðari lifnaðarháttum. Enn má nefna að unglingar sem lifa og hrærast fyrst og fremst í hópi jafnaldra sinna og njóta lítils stuðnings frá foreldrum sínum eru líklegri til þess að reykja og drekka en þeir sem hafa sterk tengsl við foreldra sína og eyða minni tíma með jafnöldrum sínum. Ekki er 7

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.