Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 4
LIFANDI FÉLAG - FLEIRI FÉLAGAR Skýrslutæknifélag íslands er samtök allra einstaklinga og fyrirtækja, sem láta sér annt um upplysingatækni og tölvumál. Tölvu- og uppiysingatækni teygir nú arma sina um allt þjóðfélagið. Tæplega er unnt að finna það svið sem hún hefur ekki áhrif á, beint eða óbeint. Á það hefur verið bent að ekki færri en sjö þúsund íslendingar vinni reglu- lega við tölvur eða tölvuskjái. Einmenningstölvur eru sennilega komnar inn á fimmtánda hvert heimili á landinu. Áhugamenn um uppiysingavinnslu skipta þvi örugglega tugum þúsunda á landinu. Þetta fólk viljum við sjá i samtökum okkar. Á hverju ári heldur félagið ráðstefnur, fundi, námstefnur og kynningar um ólikustu málefni. Einnig stendur félagið fyrir námskeiðum, sem vekja athygli vegna gæða og sérstöðu. Ráðstefnur félagsins hafa verið mjög vel heppnaðar. í þessu blaði er til dæmis fjallað um afar athyglisverð erindi, sem flutt voru á ráðstefnu um rekstur tölvukerfa. Þar kom til dæmis fram að rikisfyrirtæki hafa þegar keypt um 3.000 einmenningstölvur. Það er um 30% af öllum einmenn- ingstölvum á landinu. Samkvæmt þvi hefur rikissjóður keypt einmenningstölvur fyrir 1.000 milljón krónur. Flestar þessara tölva hafa einfaldlega leyst ritvélar af hólmi. Þetta er hið athyglisverðasta mál. Þessa ráðstefnu sóttu 130 manns. Stjórn Skyrslutæknifélagsins stendur nú fyrir sérstöku átaki, sem ætlað er að fjölga félögum. Rétt er að benda þeim, sem þegar eru félagar á að hvetja vinnufélaga sina til þess að ganga einnig i félagið. Styrkur okkar felst i þvi að sem flestir gangi i félagið og taki þátt i starfinu. Sem dæmi um hagsmunabaráttu, sem farið hefur fram i félaginu, má nefna árangur nefndar á vegum félagsins, sem fjallaði um söluskatt á hugbúnað. Með vönduðum málflutningi og sterkum rökum tókst nefndinni að sannfæra fulltrúa Fjármálaráðuneytisins um að lækka söluskattinn úr 25% i 10%. Þó hafði áður verið gefin út reglugerð um 25% sölu- skatt. Stefán Ingólfsson 4

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.