Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 23
innan þriggja ára verði tölvurekstur fyrirtækisins orðinn mun kostnaðarminni, ef þessi leið er valin. Fyrir valinu urðu tölvur af gerðinni S/38, og réðst valið ekki sist af hagkvæmni samræmingar við þann tölvukost, sem margir samstarfsaðilar SÍS hafa þegar valið sér, þ.e. S/36- kerfi. Við tölvudeild SÍS starfa nú um 28 manns, en samhliða breytingunum verður fækkað i 3 - 5 menn i þeirri deild og henni ætlað að annast yfirstjórn, samninga og samræmingu. Aðrir starfsmenn munu flytjast til tölvudeild- anna nýju. Áætlað er, að þessi umbreyting muni taka tvö ár. SÍS er sem stendur að skoða hugbúnað, greina þarfir sinar i þessum efnum og fer að engu óðslega; til útboðs vegna hugbúnaðarkaupa kemur um næstu áramót; á útmánuðum 1988 verður ákvörðun væntanlega tekin og siðan hafist handa við uppsetningu i april næstkomandi. 4. DREIFÐ VINNSLA EÐA MIÐLÆG Þetta var heiti fyrirlestrar Bjarna Júliussonar, fram- kvæmdastjóra Tölvumynda hf., og skaraðist umfjöllun hans að nokkru við efni fyrirlestrar Jóns Þ. Þórhallssonar; hér voru þó höfð önnur tök á viðfangsefninu og umfjöllunin almennari. Þegar velja skal milli miðlægrar vinnslu eða dreifðrar, þarf i mörg horn að lita, og rakti Bjarni helstu atriði, sem þá er vert að taka mið af. Við ákvörðun um það, hvort keypt skuli ein stór tölva og miðlæg vinnsla stunduð, eða þá nokkrar smærri og miðað við dreifða vinnslu, er stjórnanda allnokkur vandi á höndum. Hvað mælir með hvorum kostinum um sig og hvað gegn? Hlutfall milli kostnaðar við dreifða vinnslu og miðlæga hefur breyst verulega á síðustu árum, og mið þarf að taka af þvi, en ekki siður þó af eðli gagna þeirra, sem vinna skal við og eðli fyrirtækja þeirra, sem vinnsluna stunda. Og fleira kemur til. Bjarni tók fyrst til umfjöllunar hugtökin dreifð vinnsla og miðlæg, en þar hefur á stundum nokkuð vantað á, að skil- greiningar væru nægilega skýrar. Miðlæg vinnsla, þ.e. að miðað sé við eina öfluga vél, sem bæði varðveitir og vinnur úr öllum gögnum, hefur um langa hrið verið ráðandi. Aðili sá, er tölvuna rekur, getur hins vegar verið dreifður landfræðilega og tengst þá miðtölvunni um skjái. Skilgreiningar á dreifðri vinnslu taldi Bjarni, að hefðu verið nokkuð á reiki. Jafnan er þó sá skilningur lagður i, 23

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.