Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 14
á að vera. Einfaldasta stigið er síeftirlit með diskum sem flytur gögn af svæðum sem eru að skemmast á öruggan stað, en það ýtarlegasta er samkeyrsla tveggja tveggja netmiðstöðva þannig að bili önnur taki hin sjálfvirkt við án hiks. Síðastu hindruninni, fyrir notkun netkerfis sem fjölnotenda- umhverfi, var rutt úr vegi hjá Novell með TTS (Transaction Track- ing System) kerfinu sem er viðbót á SFT-NetWare. TTS er hug- búnaður sem fylgist með færslum sem fara milli miðstöðvar og útstöðva. Þetta eftirlit tryggir að breytingar geta aldrei færst að hluta eingöngu þótt bilun komi upp í miðri færslu. Þegar netið er ræst eftir bilun er skoðað í þær skrár sem voru í notkun og borið saman við þær færslur sem voru í gangi þá stundina. Sjáist að færslu hafi ekki verið lokið eru allar skrár sem hlut áttu að máli settar á það stig sem þær voru áður en byrjað var á færslunni. Þetta er óháð því hversu mörgum skrám ein færsla breytir, færslan fer annaðhvort öll eða fellur niður. Nýlega var gerð könnun á vegum fyrirtækjanna California Software Products og Novell sem gaf sérstaklega athyglisverðar niðurstöður. Útbúin voru forritakerfi fyrir minitölvu (IBM S/36) og Novell 286B netmiðstöð til að fá samanburð á afköstum þessara ólíku kerfa. Settur var upp hugbúnaður fyrir sölu- og pantanakerfi á bæði tölvukerfin skrifaður í forritunarmálinu RPG. RPG hefur hingað til verið ráðandi sem forritunarmál IBM S/3x tölvanna og má segja að heimavöllur þeirra sé tekin í prófunina. IBM S/36 tölvan (módel 5362) var með 120mb á tveimur diskum, 512kb minni, ekkert „Cache“ minni. Notaðar voru 7 útstöðvar módel 5291. Stýrikerfi var Rel. 4.0. Novell netmiðstöðin var með RPG þýðanda frá CSP og voru 5 PC tölvur og 2 AT tölvur í hlutverki útstöðva. Notaðir voru tveir 256mb diskar og hafði miðstöðin 2mb minni. Með sölu- og pantanakerfinu, sem telst vera umfangsmikið á íslenskan mælikvarða, var reynt eftir mætti að líkja eftir raun- verulegri vinnslu. Hugbúnaðinum sem notaður var í prófuninni var breytt þannig að mannlegir þættir voru teknir burt. Hér er aðallega átt við innslátt gagna. Keyrðar voru út mjög margar sölunótur, ásamt því að stofna nýja viðskiptamenn og vörunúmer í prufukeyrslunni sem stóð í tíu mínútur. Lýsing á öllum þáttum þessarar prófunar er í skýrslu frá Novell sem birt var í júní 1987: LAN and Minicomputer Report. - 14 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.