Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 17
þ.e. afgreiðslan, væri sem óðast að færast i rétt lag; þriðja þrepið, stefnumörkunin, væri hins vegar litt á veg komin. Sé hugað að stjórnsýslu, er ástand mála svipað að mati fyrirlesara. Þar taldi Jón rétt að auka einu lagi við líkanið; stórum gagnasöfnum á við þjóðskrána og fleira, grunnupplýsingum, sem miðlað er milli rikisstofnana eða frá ríkisstofnunum til einkafyrirtækja, og kemur margt til í slikum tilvikum; tollur, flugfélög, skipafélög o.m.fl. Og ljóst má vera, að slík miðlun stóreykur mikilvægi þeirra þátta, sem skipað er efst i likanið. Næst er þvi að spyrja, hvaða gögn henti til dreifðrar vinnslu og hvaða upplýsingum sé betur borgið með miðlægri vinnslu. Slikt er vitaskuld háð jafnt eðli gagna sem þörfum notenda. Jón taldi fyrst til fjögur tilvik, þar sem miðlæg varðveisla gagna virðist henta betur: 1. Vel hentar, að gögn séu miðlæg, hverju sinni sem notendur sömu gagna eru mjög dreifðir landfræðilega. 2. Hið sama á við, þegar margvislegur notendahugbúnaður er látinn sækja i sömu grunnskrár. 3. Ef leita þarf í mörgum grunnskrám i senn, er miðlægni gagnanna mikilvæg, og tók Jón þar dæmi af innheimtu rikisins. 4. Ekki skiptir minnstu, að öryggi gagna er best tryggt með miðlægri vinnslu. Dreifð gagnavinnsla væri aftur á móti hentugri t.d. í tilvikum eins og þessum: 1. Gögnin verða til á einum stað og eru fyrst og fremst nýtt þar, svo sem skjöl og bréf fyrirtækja o.þ.u.l. 2. Viðfangsefni eru nærhendis, þannig að ekki þarf að sækja langt. Þá vék Jón að framkvæmd hugmynda þeirra, sem hann hafði reifað og tók ekki sist dæmi af stöðu og fyrirætlunum SKÝRR. Til skýringar brá hann enn upp pýramidalikani: Skjáir Einmenningstölvur Nærnet - ráðgert viðbótarþrep) "Minitölvur" 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.