Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 16
RÁÐSTEFNA UM REKSTUR TÖLVUDEILDA Hinn 10. september síðastliðinn efndi Skýrslutæknifélag íslands til ráðstefnu um breytt viðhorf i rekstri tölvu- deilda i ráðstefnusal Holiday Inn i Reykjavik. í tilkynn- ingu var umfjöllunarefni ráðstefnunnar fellt undir orðin "Rekstur tölvudeilda - breytt viðhorf" og spurning látin fylgja: "Eru að verða verulegar breytingar i rekstri tölvudeilda?". Það kom i ljós, að ófáum var forvitni i þessu viðfangsefni; ráðstefnan var fjölsótt, um 130 manns alls, og komust þó færri að en vildu. Ástæður þess má skilja; bæði befur tölvubúnaður breyst verulega að samsetningu og eðli undanfarin ár og eins hefur hitt. frést, að ýmis íslensk stórfyrirtæki stefni nú að gagngerri endurskipulagningu tölvudeilda sinna. Um slika endurskipulagningu var fjallað á ráðstefnunni, og jafnframt voru gerð rækileg skil eiginleikum dreifðrar og miðlægrar gagnavinnslu i tveimur fyrirlestrum af fimm, sem þarna voru haldnir. 1. MIÐLÆG EÐA DREIFÐ GÖGN Þetta var heiti fyrsta fyrirlestrarins. Dr. Jón Þór Þór- hallsson, forstjóri SKÝRR, flutti. Mál sitt miðaði hann öðru fremur við hagnýtingu upplýsinga hjá einkafyrirtækjum og við stjórnsýslu og hóf umræðuna á að draga upp tvö almenn likön af umfangi og innbyrðis venslum upplýsinga eins og þær horfa við i rekstri einkafyrirtækj a og i stj órnsýslu: A) Einkafvrirtæki. B) StiórnsÝsla. A. . . . 3) Stefnumörkun n ..... 4) Stefnumörkun .... 2) Eftirlit /-\ .... 3) Eftirlit ... 1) Afgreiðsla /-----\ ... 2) Afgreiðsla (/....* .. 1) Grunnupplýsingar) Tvennt má lesa úr þessari pýramidaskipan (svon. likan Antonis); upplýsingamagn minnkar eftir þvi sem ofar dregur i pýramidann, og upplýsingar i hverju lagi hans byggja á þvi, sem neðar er. Jón bar likönin þvi næst saman við islenskar aðstæður. Að þvi er einkafyrirtækin varðar, taldi hann neðsta lag likansins i skaplegu horfi, næsta þrep, 16

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.