Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 21
auðskilið, hvað veldur þessu ósamkomulagi um val kerfanna
tveggja. Jakob taldi ástæðurnar e.t.v. ekki sist pólitisk-
ar, Bretar væru ófúsir til að vera samferða Þjóðverjum.
Skiptingin er sem stendur þannig, að Amadeus liggur "suður
og norður", það kerfi aðhyllast SAS, Lufthansa, Air France
og Iberia. Galileo liggur þversum á Amadeus, nýtur hylli
British Airways, KLM og Swissair. Enn sem komið er, er
óráðið hvorum megin við lendum.
En Amadeus-kerfið á skv. áætlun að geta komist i gagnið 1.
júli næsta ár, Galileo-kerfið að likindrun ári siðar. Um
kostnað íslands af þátttöku i öðru hvoru kerfinu er flest á
huldu enn; Jakob gat fáu svarað fyrirspurnum um það atriði,
en lauk máli sínu með orðum, sem fallið höfðu á einhverjum
fundinum um val kerfa fyrir Evrópu: "If I don't join, I'm
out of business, and if I join, I become bankrupt".
3. FYRIRHUGAÐAR BREYTINGAR Á TÖLVUMÁLUM SAMBANDSINS
Ragnar Pálsson, sem jafnframt var ráðstefnustjóri, hélt
fyrirlestur um þetta efni.
Á siðastliðnu vori ákvað SÍS að taka tölvumál sín til
gagngerrar endurskoðunar, og er nú svo komið, að ákveðið
hefur verið að breyta tölvudeild fyrirtækisins á næsta
róttækan hátt. Ragnar rakti fyrst, hvernig tölvudeild SÍS
hefur hagað verkum sinum til þessa. Byggt hefur verið á
stórtölvu, IBM 4341, auk nokkurra smærri; sú stórtölva
hefur verið i notkun siðan 1981 og verið efld samfellt, svo
að naumast verður á bætt. Notuð hafa verið stýrikerfin VM
og VSE og allmörg mál til kerf isforritunar. Allt hefur
þetta orðið til að skapa flókið umhverfi og kostnaðarsamt.
Tölvudeild SÍS hefur þurft að hafa fjölda manns á föstum
launum vegna stýrikerfa og kerfisforritunar, og við bætist,
að erfiðar hefur sóst með timanum að finna staðlaðar
lausnir, t.d. að þvi er varðar nýtingu á telex.
Allt hefur þetta kostað SÍS miklar fjárfestingar, sem ekki
hafa skilað sér sem skyldi að dómi notenda. IBM hefur þrýst
á, að SÍS tæki upp MVS sem stýrikerfi; með þvi mundi að
visu verða greiðari not af hugbúnaði þeim, sem i boði er,
en þar mundi ekki siður blasa við ómæld vinna vegna
tæknilegra atriða og auknar fjárfestingar, ef brugðið yrði
á það ráð að kaupa nýja stórtölvu i stað hinnar gömlu.
21