Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 6
Heyrst hefur að þegar kaupæðinu mikla lauk, \am leið og söluskattur var lagður á vélbúnað, hafi IBM á íslandi verið búið að selja allan System 36 lagerinn á Norðurlöndum. Bankarnir hafa nú komið á fót samstarfsnefnd til þess að vinna að tengingu við alþjóðlegt fjarskiptakerfi banka- stofnana SWIFT og er stefnt að þvi að tenging verði komin á eftir u.þ.b. eitt ár. Talið er að um 200 milljarðar Bandaríkjadala fari um kerfið á sólarhring. Samkvæmt heimildum hefur salan á PS/2, hinum svonefndu einvalatölvum frá IBM, verið mun minni en menn áttu von á. IBM 9370, sem talin hefur verið svar IBM við VAX tölvunum frá Digital, og gárungarnir hafa kallað "VAX-banann", hefur nú eignast tvo nýja og öfluga keppinauta úr VAX fjölskyld- unni, þ.e. MicroVAX 3500 og 3600. Sumir fullyrða að báðir VAXarnir séu öflugri en módel 60, sem er öflugasta útgáfan af 9370 og jafnframt ódýrari en módel 20, sem er minnsta útgáfan af 9370. Mikið verðstrið mun nú vera hafið í Bandaríkjunum á milli IBM og Digital vegna sölu á fyrr- nefndum tölvum. Við skýrðum frá tveimur 9370 sölum IBM á íslandi i síðasta fréttapistli. Kristján Ó. Skagfjörð h.f. er nú þegar komið með þessa nýju VAXa á sölulista sinn og eru söluhorfur taldar góðar. Gaman verður að fylgjast með þvi hvort slagurinn á íslandi verður i eitthvað svipuðum dúr og i Bandarikjunum. Guðriður Jóhannesdóttir 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.