Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 11
FRÉTTIR FRÁ STARFI IFIP
A Computer for Each Student
and Its Impact on Teaching and Curriculum in the University
í apríl 1987 var haldin vinnuráðstefna i Hollandi á vegum
menntamálanefndar IFIP undir heiti þvi sem að ofan er
getið. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá ýmsum löndum og
flutt voru að vanda mörg erindi. Hér ætla ég að greina
nokkuð frá nýju námi við University of Salford i Bretlandi.
Bæði kann það að vekja athygli varðandi almenna skipan
háskólanáms og einnig innan þeirrar umræðu sem átt hefur
sér stað um "tölvuháskóla".
Háskólinn i Salford hóf haustið 1986 kennslu fyrir 45
háskólanema til BS gráðu i upplýsingatækni ("Information
Technology") i nánu samstarfi við um 50 atvinnufyrirtæki,
þar á meðal alla helstu framleiðendur tölvubúnaðar, stærstu
þj ónustufyrirtæki á þessu sviði og mörg notendafyrirtæki
þ.á.m. á sviði verslunar og þjónustu. Fyrirtæki þessi eru
einu nafni kölluð samstarfsaðilar og skipa fulltrúar þeirra
8 sæti i 15 manna stjórn námsins. Fulltrúar þeirra skipa
einnig 10 sæti af 15 i ráðgjafarnefnd um innihald og skipan
námsins.
Framlag samstarfsaðilanna til BS námsins er af margvislegum
toga. Þeir fjármagna og framkvæma suma þætti kennslunnar,
styðja stofnunina á ýmsan hátt, gefa eða lána vélbúnað og
hugbúnað og veita styrki til nema. Einnig fá nemar að
nokkru leyti starf hjá þeim í leyfum meðan á náminu stend-
ur.
Auk styrkja samstarfsaðilanna til námsins er um sérstakan
þriggja ára rikisstyrk að ræða innan "UK Government Techno-
logy and Engineering Programme" sem veittur er til þess að
fjölga háskólanemum á sviði tækni.
Haustið 1987 hafa væntanlega innritast um eitt hundrað
háskólanemar til viðbótar i BS námið i Salford. Hver þeirra
hefur eigin tölvu af gerðinni IBM XT eða samlika með 640Kb
vinnsluminni og 20 megabæta hörðum diski. Allir kennarar og
aðrir starfsmenn hafa sams konar búnað. Auk þess eru
stöðvar i hverri fyrirlestrastofu til skýringa við kennsl-
una, tengdar stórum litskjám. Tölvurnar eru nettengdar með
ethernet og inni á netinu er einn MicroVax sem fenginn var
að láni. Aðgangur er einnig um netið að fjarlægum megin-
11