Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 19
í Evrópu. Evrópsk flugfélög höfðu því nokkrar áhyggjur af
útbreiðslu þessara kerfa auk kostnaðarins, sem þvi fylgdi,
að þurfa hverju sinni að greiða bandarisku fyrirtæki
þóknun, er för voru bókuð með aðstoð slikra kerfa. Jakob
tók dæmi af bókunarþjónustu American Airlines, sem i
hitteðfyrra skilaði meiri tekjuafgangi en flugvélarekstur
fyrirtækisins samanlagður.
Slik tekjulind hefur þjónusta sem þessi reynst, og má nærri
geta, að evrópsk flugfélög tóku brátt að leiða hugann að
gæfulegri leiðum til ráðstöfunar fjár sins en þess að verja
því til að efla sjóði bandariskra þjónustufyrirtækja. Ofan
á varð, að evrópsk flugfélög létu gera úttekt á þvi, hvort
hagkvæmt mundi reynast að koma á samræmdu, evrópsku
bókunarkerfi. Slik úttekt lá fyrir i fyrrahaust, og virtist
enginn vafi leika á, að slik lausn gæti orðið afar hagkvæm,
ekki sist fyrir smærri flugfélög.
Samkomulag hefur hins vegar ekki náðst um eitt, samhæft
kerfi. Það sem nú blasir við, er að tvö kerfi eru i þróun;
kerfin Amadeus og Galileo. Viðskiptavinir Unisys (áður
Sperry og Burroughs) hafa hallast að þvi fyrrnefnda, en
notendur IBM-búnaðar hafa miðað við kerfið Galileo. Hins
vegar verður IBM-vélbúnaður notaður við bæði kerfin. Þannig
að bandariskur verður hugbúnaðurinn, hvor kosturinn sem
valinn verður; sjálfsnægtabúskapur Evrópumanna er ekki
burðugri en svo á þessu sviði, og minntist Jakob á, að ekki
væri með öllu sársaukalaust að horfa á eftir hundruðum
milljóna dala vestur um haf fyrir verk af þessu tagi. "Hvað
hafa Evrópumenn verið að gera?", spurði Jakob og jók við,
að hugbúnaðurinn að vestan væri svo miklu fremri, að þar
stæðist evrópskt hugvit engan samanburð, spurði jafnframt,
hvort bilið milli evrópskrar og ameriskrar hugbúnaðargerðar
færi vaxandi. Illt er, ef satt er, og var þarna sannarlega
bryddað á þörfu umhugsunarefni.
Jakob vék siðan að eiginleikum kerfanna tveggja. Hér er um
sivinnslukerfi að ræða, svartimi þarf að vera eins skjótur
og kostur er og kröfur til afkastagetu í hámarki. Hann tók
dæmi af kerfi, sem Flugleiðir hafa kynnt sér og afkastar um
1000 - 1500 færslum á sekúndu. Tölurnar verða stjarnfræði-
legar og verð slikra kerfa eftir þvi. Áætlaður kostnaður
við Amadeus-kerfið er t.d. um 300 milljónir dala.
Næst rakti Jakob fyrirhugaða uppbyggingu kerfisins. Fyrsta
skrefið: í stað "heimskra" skjáa er gert ráð fyrir að
19