Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 13
Haukur Nikulásson:
Eru PC-netkerfi raunhæft vai
samanhorið við minitölvur?
Allt frá því menn fóru að tengja PC tölvur saman í net, hafa verið
gerðar ýtarlegar tilraunir til að fá slík kerfi til aó starfa sem afkasta-
mikil fjölnotendaumhverfi. Slíkt hefur þó hingað til ekki þótt
raunhæft nema með minitölvum og stœrri tölvum eingöngu.
Veiku punktar PC tölvanna voru fjölmargir: Hægvirkir örgjörvar,
auk lítilla og hægvirkra diska gerðu svartíma langan, hátt verð PC-
tölva borið saman við skjástöðvar, skortur á vörnum í fjölnota-
vinnslu, lítið reksíraröryggi miðað við stærri tölvur og síðast en ekki
síst vöntun á hentugum hugbúnaði.
Svartími netkerfa fór fyrst að batna verulega þegar farið var að
skrifa sérstök stýrikerfi fyrir netmiðstöðvarnar. Áður hafði slíkur
hugbúnaður eingöngu verið skrifaður sem taglhnýtingur á stýrikerfið
MS-DOS sem aldrei var ætlað að þjóna nema einum notanda. Eitt
slíkt sérskrifað kerfi kemur frá hinum þekkta netframleiðanda
NOVELL. Notendur útstöðvanna nota hins vegar hver sitt MS-
DOS stýrikerfi og Iiafa fullkomin aðgang frá því að netmiðstöðinni
og þar með sameiginlegum gögnum og jaðartækjum.
Á netmiðstöðvar, sem og venjulegar einkatölvur, fást nú afar
hraðvirkir diskar sem eru sérlega hentugir í fjölnotendakerfi. Þessir
diskar fást með allt að 250mb diskrýmd og er hægt að setja marga
slíka í eina netmiðstöð.
Á síðasta ári kom einnig fram ný gerð útstöðva fyrir netkerfi sem
gerir verð þeirra í neti hliðstætt verði skjástöðva minitölva. T.d. má
nefna PC samræmda útstöð frá Santa Clara Systems sem hefur
640kb minni, 8 megariða 8088 örgjörva, tvær PC samræmdar tengi-
raufar og Ethernet kort innbyggt í móðurborð tölvunnar. Tölvan er
diskalaus og keyrir hún upp MS-DOS stýrikerfið sitt af netmið-
stööinni. Verð á þessari vél hérlendis mun vera í kringum 35 - 40
þúsund krónur með söluskatti eða álíka og venjuleg ódýr útstöð á
minitölvu kostar.
Á síðasta ári kynnti Novell nýja útgáfu af netmiðstöðvarhug-
búnaði sínum sem nefnist SFT-NetWare. Þessi nýja útgáfa hefur
allar þær varnir gegn bilunum sem tölvumiðstöð þarf að hafa. SFT
er hægt að setja upp á mismunandi hátt eftir því hversu mikil vörnin
13 -