Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 28
framar öðru einkennst af kaupum á einmenningstölvum. U.þ.b. 3000 slikar tölvur hefur rikið keypt á þessum tima. Hluti hins opiribera virðist eftir þvi nema um 30% heildarmarkaðar á þessum tíma. Og hvað gerir rikið svo við allar þessar tölvur? Við þvi fengust nokkur svör i könnun, sem gerð var á siðasta ári: 80% vélanna voru notuð þvi sem næst eingöngu til rit- vinnslu, 15% voru notuð til áætlanagerðar með töflureiknum, 5% eða um það bil til gagnagrunnsvinnslu. Forvitnilegt er að bera þetta saman við tölur frá Banda- ríkjunum. Þar reyndust 33% notenda nyta sér samofinn hugbúnað (ritvinnslu, gagnagrunn og töflureikni i einum pakka). 22% notuðu ritvinnslu einungis; 12% töflureikna; 20% gagnagrunna og 13% ýmsan annan hugbúnað. í könnuninni hér voru menn jafnframt spurðir, hverja þeir teldu framtiðarnotkun búnaðarins vera. í ljós kom, að 90% stefndu að uppsetningu nærneta innan stofnana sinna; 90% stefndu að því að tengjast öðrtim stofnunum, einkiam RHI og SKÝRR; 75% höfðu áhuga á að tengjast upplysingabönkum. Sé ástand tölvumála hjá rikinu nú borið saman við þrep- skiptingu þá, sem rakin var hér ofar, má spyrja: Hvar er rikið statt? Og þá virðist ljóst, að tölvuvinnsla rikisins ber mun fleiri einkenni miðlægra kerfa en dreifðra, og ekki annað fyrirsjáanlegt en svo verði enn um nokkurt skeið. Ekki hefur vantað stefnumörkun hjá rikinu við val á einmenningstölvum; allar nota þær styrikerfið MS-DOS. A hitt hefur fremur skort, að rikið mótaði sér nokkra stefnu um kaup sin á stærri tölvum. Kaup á miðlungstölvum hafa hverju sinni helgast af þvi, sem henta þótti á hverjum stað. (T.d. Menntamálaráðuneytið með IBM 9370 og Rikis- endurskoðun með HP3000). Hitt er eins til, að rikis- stofnanir hafi ekki talið vert að stofna til aukinna tölvukaupa, en eflt þess i stað tengingar sinar við SKÝRR. Dæmi um það væru skattstjóri og ÁTVR. Sammerkt er öllum rikisstofnunum, sem fest hafa kaup á miðlungstölvum, að þær hafa talið greið tengsl við SKÝRR bryna nauðsyn. Um nytingu þeirra 3000 einkatölva, sem rikið hefur eignast á undanförnum 2-3 árum, er enn ymislegt á huldu. Þar hefur þó verið fest fé, svo að nemur einum milljarði eða 2% fjárlaga ársins 1987, og liggur þvi nokkuð við, að þessi tölvukostur nytist sem best; það leiðir 28

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.