Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 30
hugann aftur að þeim nettengingarmöguleikum, sem þar kunna að vera nýtanlegir. En dreifð vinnsla sækir á, og fyrirsjáanlegt er, að hún verði mun algengari í náinni framtið, eftir þvi sem tækni fleygir fram og verð vélbúnaðar lækkar. Taldi Bjarni, að velflest fyrirtæki hér muni i framtíðinni byggja vinnslu sína á dreifðum einingum. Stofnanir á borð við SKÝRR munu þó ekki á nokkurn hátt glata gildi sínu, þótt hlutverk þeirra verði óhjákvæmilega breytt. Sala á þjónustu mun að líkindum skipta þverrandi máli; meginhlutverk verður varðveisla miðlægra gagna og netstjórnun. Spáði Bjarni því, að áður en langt um liði, mundi SKÝRR ekki aðeins verða allsherjar gagnasafnsvörður landsmanna, heldur muni fyrirtækið þar á ofan stjórna stærsta tölvuneti norðan Alpafjalla. Flest önnur vinnsla verður þá dreifð, "komin út á mörkina". Margir urðu til að leggja fram spurningar, er Bjarni lauk erindi sinu, en ekki gefst rými til að rekja þær hér. Siðasta erindið flutti gestur ráðstefnunnar, Tor Olav Steine frá Norsk Data, en það fyrirtæki hefur undanfarið gert ýmsar forvitnilegar tilraunir á sviði dreifðrar gagnavinnslu. "SAMTENGD OG SAMHÆFÐ TÖLVUKERFI" var nafn erindis hans, sem flutt var á ensku. Fór Steine almennum orðum um það, hve torvelt væri að ná báðum markmiðum i senn, dreifðri vinnslu og samhæfingu búnaðar, og nefndi til gamalkunnug ljón, sem þá hafa einatt orðið á vegi manna. Hann rakti i erindinu ýmsan þann vanda, sem leysa þarf við gagnavinnslu, og atriði, sem torvelda hana, hvort sem um er að ræða dreifða vinnslu eða ekki; sundurleitan uppruna tölvubúnaðar hvers konar, hægan sendingarhraða um síma- linur, kostnað við sendingar, vandann, sem þvi er samfara að spá fyrir um þróun dreifðra kerfa, óþægindi við endur- skipulagningu kerfa og ófátt fleira í svipuðum dúr, án þess þó að fjalla um lausnir slíkra vandkvæða eða greina að nokkru marki frá leiðum til lausna eða greina frá aðferðum fyrirtækis sins við skipulagningu dreifðrar vinnslu eða samhæfingu búnaðar. Erindið var e.t.v. nokkuð á svig við önnur meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar, flutt i léttum dúr og ekki siður fallið til að skemmta en fræða. Jón R. Gunnarsson. 30

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.