Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 5
FRÉTTAPISTILL Kunnugir telja að með sameiningu fyrirtækjanna Gisla J. Johnsen og Skrifstofuvéla sé hafin sú uppstokkun á einka- tölvumarkaðnxam, sem spáð hefur verið um hrið. Talið er að hún muni leiða til fækkunar söluaðila vegna sameiningar eða lokunar. Menn telja ekki ólíklegt að á næstu mánuðum megi vænta fleiri stórtíðinda af þessum vettvangi. Bæjarfélagið i Angmagsalik hefur nýlega keypt tvo MicroVAXa og hefur uppsetning þeirra þegar farið fram. Og hvað er svona merkilegt við það, kann einhver að spyrja? Jú, búnaðurinn var settur upp af starfsmönnum Kristjáns Ó. Skagfjörð h.f. og mun verða þjónustaður af því fyrirtæki. Ef hann bilar fer bilunarleit fyrst fram frá Skagfjörð vélrænt i gegnum símkerfið. Ef fara þarf á staðinn til viðgerðar munu verða notaðar einkaflugvélar og þyrlur til að koma mönnum og búnaði á staðinn. í septemberfréttabréfi frá Örtölvutækni, sem er reyndar fyrsta fréttabréf fyrirtækisins, er sagt frá þvi að hlutabréfum hafi verið fjölgað um þriðjung og Mikró hafi keypt alla hlutabréfaaukninguna, kosin hafi verið ny stjórn og innri skipan fyrirtækisins endurskoðuð. Þeir Míkrómenn komu þannig inn i stjórn fyrirtækisins, að Ágúst Guðmunds- son tók sæti í stjórninni en Eggert Claessen var ráðinn sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Það vekur þvi athygli nú að Eggert Claessen skuli vera hættur hjá fyrirtækinu. Þrátt fyrir þetta munu eigendur nú bjartsynir um framtíð fyrirtækisins í framhaldi af þeirri endurskipulagningu sem þegar hefur farið fram. Tölvufræðslan sem er útgefandi bókarinnar um Macintosh hefur ásamt fleirum stofnað fyrirtækið "Nordisk Data utveckling", til þess að markaðssetja bókina á Norðurlönd- um. Fyrirtækið hefur nú þegar tryggt sölu og dreifingu bókarinnar i Sviþjóð á vegum Apple fyrirtækisins. Sölu- horfur eru og taldar mjög góðar á hinum Norðurlöndunum. 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.