Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 18
Hér er þrepskiptingin þreföld, en fjórða þrepið er brátt væntanlegt vegna stóraukinnar einkatölvuvæðingar hins opinbera. í þeim efnum taldi Jón, að vel hefði tekist til í heildina, og leiddi siðan talið enn að þvi, hver áhrif þetta kynni að hafa á starfsemi SKÝRR. Fjórða þrepið, sem hann minntist á, yrðu nærnet, staðsett milli einmennings- tölva og "minitölva" i likaninu hér að ofan. Aðrir aðilar gætu þá sótt i gögn SKÝRR um gáttir á þvi þrepi. Þannig yrði SKÝRR framar öðru birgðageymsla upplýsinga, ósmá að vexti og sem flestum aðgengileg. Jón rakti i lokin nokkur þau verkefni, sem þessi staða gerir brýnt að leysa, jafnt tæknileg sem stjórnunarleg. Að þvi er tæknihliðina varðar, þarf að tryggja, að sókn í gögn verði sem auðveldust og þægilegust, að aðgangur að gögnum verði staðlaður eftir mætti, að hægt verði að nýta tölvupóst (nú þegar hægt við SKÝRR) , að lausn finnist á öllum stöðlunarvandkvæðum. Og stjórnun stofnunar á borð við þá, sem SKÝRR stefnir i að verða, felur a.m.k. i sér, að öll stjórnun gagnameðferðar verði sem best skipulögð, að komið verði í sem best horf þeim atriðum, sem tilgreind voru efst i likönum þeim, sem fyrirlesari setti fram i upphafi máls sins. 2. NÝ VIÐHORF í TÖLVUMÁLUM FLUGFÉLAGA Jakob Sigurðsson, forstöðumaður tölvudeildar Flugleiða flutti næsta erindi. Hjá flugfélögum er nú ráðgerð veruleg endurskipulagning tölvudeilda, einkum á öllu þvi, er varðar starfsemi út á við, þjónustu við farþega, bókanir o.þ.u.l. Það verk er skammt á veg komið; Jakob taldi, að innan tveggja ára mætti þó vænta, að það kæmist i gagnið. Vék hann siðan máli sínu að aðdraganda og forsögu þessa starfs. Upphaf málsins rakti hann til þess, er bandarisk fyrirtæki hófu að setja skráningarkerfi fyrir ferðaskrifstofur á markað i Evrópu. Ýmsar ferðaskrifstofur urðu til að kaupa slik kerfi, en brátt kom i ljós, að kerfin voru um margt ólik innbyrðis og jafnframt ólik evrópskum kerfum. Eins bætist við, að slík kerfi eru vestan hafs sett á markað af flugfélögum eða fyrirtækjum, sem selja þjónustu sína einstökum flugfélögum, andstætt þvi, sem tiðkað hefur verið 18

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.