Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 9
tölvum og hlutum í þær svo og um tölvuþjónustu, þ.m.t. gerð og sölu hugbúnaðar fyrir tölvur. 1. Sala á tölvum og hlutum í þær (þ.e. vélbúnaðurinn) er söluskattsskyld og ber þvi að greiða 25% söluskatt af henni. Sama á við um viðgerðir á tölvum svo og þjónustusamninga um viðhald og eftirlit með þeim (þ.e. vélbúnaðinum). Þá er sala á óáteknum miðlum (t.d. diskettum og böndum) söluskattsskyld með sama hætti. 2. Af vinnu forritara og kerfisfræðinga við hönnun, viðhald og aðvinnslu á hugbúnaði ber að greiða 10% sérstakan söluskatt. Sama á við um sölu forrita ásamt uppsetningu þeirra og aðlögun að þörfum viðkomandi notanda auk leiðbeiningaþjónustu og ráðgjöf fyrir notendur hugbúnaðarins svo og útleigu á tölvum og útselda tölvuvinnslu ásamt tölvuþjónustu um simalinu. 3. Tölvunám og kennsla i gerð hugbúnaðar, sem fram fer á formlegum námskeiðum, án þess að tengjast sölu tölva eða tölvuþjónustu til viðkomandi nemanda er skatt- frjáls. 4. Innflutningur á tölvubúnaði og hugbúnaði til eigin nota er skattskyldur með sama hætti og er í lið-1 og 2 hér að framan. Reglur þessar öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda i fyrsta sinn við uppgjör söluskatts og sérstaks söluskatts vegna septembermánaðar 1987. Jafnframt er dreifibréf ráðuneytisins um sama efni frá 9. september s.l. hér með afturkallað." Bréfið undirrita f.h.ráðuneytisins, Sigurgeir Jónsson og Lárus Ögmundsson. Miklar umræður urðu á fundinum og voru menn sammála því að allur söluskattur væri óæskilegur. 10% söluskattur á hugbúnað væri þó stórum skárri en 25%. Eins urðu miklar umræður um bréf Rikisskattstjóra til nokkurra fyrirtækja, sem selja hugbúnað, um afturvirkni á álagningu 25% sölu- skatts á allan seldan hugbúnað s.l. 3 ár. Ákveðið var að fela nefndinni að semja áskorun til stjórn- valda um: 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.