Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 8

Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 8
Skýrslutæknifélag íslands hvers vegna heitir félagið svo? Oft er spurt hvað Skýrslutæknifélag íslands sé — og þá hvers vegna félagið heiti þessu nafni, en ekki t.d. Tölvutæknifélag íslands. í tilefni þess að nýlega hélt Skýrslutæknifélag- ið upp á 20 ára afmælið sitt er ekki úr vegi að velta þessu svolítið fyrir sér. Fyrstu gagnavinnsluvélarnar hér á landi voru kallaðar skýrsluvélar og tæknin skýrsluvéla- tækni. Það var árið 1949 að fyrsta gagna- vinnsluvélin kom til landsins og var það Hag- stofa íslands sem fyrst hóf vinnslu upplýsinga í gagnaspjöldum. Síðan þróuðust þessar vélar og skráning gagna breyttist og voru þær þá m.a. kallaðar rafeindareiknar. En svo vitnað sé í grein Þorsteins Sæmunds- sonar, stjörnufræðings í 5. tbl. TÖLVUMÁLA 1982, erþaðárið 1965 sem orðiðtölva verðurtil. Sigurður Nordal, prófessor, átti hugmyndina að orðinu. Myndaði það af orðunum tala og völva. Þorsteini leist strax vel á orðið og hóf að reka harðan áróður fyrir því. í fyrstu varð honum lítið ágengt að minnsta kosti meðal þeirra sem unnu við hina nýju tækni. í Almanaki Háskólans árið 1966 kemur orðið tölva fyrst fram á prenti þeg- ar Þorsteinn greinir frá því að tölva sé notuð í fyrsta sinn við útreikning almanaksins. Til öryggis var þó orðið rafeindareiknir haft í sviga. Ekki hafa stofnendur Skýrslutæknifélagsins þó verið tilbúnir til að taka orðið tölva inn í heiti félagsins, þar sem nefnd sú er vann að undir- búningi stofnun þess ákvað að kalla það Skýrslutæknifélag íslands við gerð félagssam- þykktar. Á fyrri stofnfundi 14. mars 1968 spinnast nokkrar umræður um nafn félagsins, en þar sem ekki þóttu koma fram betri tillögur um nafn, var nafnið látið standa með þeim fyrirvara að framhaldsstofnfundur gæti breytt því. Á seinni hluta stofnfundar 6. apríl 1968 er samþykkt að heiti félagsins skuli vera Skýrslu- tæknifélag Islands. Eitthvað hefur þó nafnið verið umdeilt, því þegar fundarstjóri bar upp til- iögu að félagssamþykkt, voru allar greinar lag- anna samþykktar samhljóða, að undanskilinni fyrstu grein er fjallar um heiti félagsins. Var 8//////////// TÚLVUMÓL henni frestað í fyrstu umferð en að síðustu sam- þykkt með þeim viðauka að bókað væri: „Stjórn- inni er sérstaklega falið af stofnfundi að finna nafn á félagið fyrir næsta aðalfund." Til gamans má geta að árið 1983 ákvað þáver- andi stjórn að þreifa fyrir sér um breytingu á nafni félagsins og setti smágrein í TÖLVUMÁL, þar sem stungið er upp á slíku og félagsmenn beðnir að koma með uppástungur um nýtt nafn. Hugmyndir um nýtt nafn komu engar, en aftur á móti sendi Jóhann Gunnarsson kröftug mót- mæli gegn þessari hugmynd í eftirfarandi grein sem birtist í 7. tbl. TÖLVUMÁLA það ár: Á nú skipta um nafn á Eimskipafélaginu? „Ritstjóri hvetur til umræðna um nafn Skýrslu- tæknifélags íslands og telur ýmislegt benda til þess að það dugi nú ekki lengur. Mig langar að setja fram mína skoðun, sem er í stuttu máli sú, að nafnið sé nógu gott og eigi að fá að standa í friði. íslensk tunga er sífellt að breytast. Hún býr sem betur fer yfir þeim þroskabroddi, sem gerir kleift að laga hana að breyttum tíðaranda og breyttum starfsháttum. Það var til dæmis eitt af fyrstu verkum félagsins að setja á stofn nefnd til að huga að nýyrðum. í þeim anda hafa líka flestir þeir, sem skrifað hafa eða talað opin- berlega um málefni gagnavinnslu eða tölva, gert sér far um að íslenska þau hugtök er við sögu komu. Og sumar þýðingar verða fleygar frá því þær heyrast fyrst; aðrar eru fæddar andvana. Sum orð eru afdráttarlaust góð, önnur reynast nothæf í bili, en vikja síðan fyrir rétta orðinu, þegar það finnst. Þetta er eðlilegt. Þetta hefur gerst frá alda öðli. Þar með er hins vegar alls ekki sjálfsagt að skipta um nafn á virðulegu félagi í hvert sinn sem breyting verður á tungutaki eða þeirri verk- tækni, sem er á döfinni hverju sinni. Mér varð hugsað til Eimskipafélags Islands þegar ég las pistil ritsþjórans. Dettur nokkrum í hug að gefa

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.