Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 25
□r. Oddur Benediktsson: Hugbúnaður og tölvuvit Á fyrstu áratugum tölvuvæðingarinnar var kostnaður við vélbúnað yfirgnæfandi kostnað- arliður í tölvuvæðingu. Frá þeim tíma hefur kostnaður vélbúnaðar lækkað ótrúlega mikið og afkastageta aukist. En á hugbúnaðarhliðinni hefur framþróunin verið miklu hægari, og er nú svo komið að kostnaður við hugbúnað er alla jafnan stærsti liðurinn í tölvuvæðingu. Á vissum afmörkuðum sviðum hafa reyndar orðið stór- stígar framfarir. Sem dæmi má nefna notkun töflureikna og tilbúinna gagnasafnskerfa við lausn verkefna. En er þá ekki að vænta neinna verulegra framfara í hugbúnaðargerð á næstu áratugum? Jú, það er full ástæða til að vera bjartsýnn. Aðferðafræðin í kerfisgreiningu, hönnun og for- ritun batnar sífellt og smátt og smátt hafa hug- búnaðarverkfærin farið batnandi. Ætla má, að verulegar nýjungar komi einnig fram. Þá er oft horft til fræðasviðsins sem nefnt er tölvuvit (e. „Artificial Inteliigence".) Reyndar má segja að rannsóknir á sviði tölvuvits hafi þegar haft veru- leg áhrif og þá einkum er varðar samskipti tölvu og manns. Nægir að nefna notkun glugga, mannamála og forritunarmálanna Lisp og Prolog. Nú binda margir vonir við að tölvustudd hugbúnaðargerð (e. „computer aided software engineering") verði að raunveruleika og að þá verði stórstígar framfarir í hugbúnaðargerð. [ tölvustuddri hugbúnaðargerð verða allir þættir verksins meira og minna tölvuvæddir. Öll skjölun myndar þá samfellda heild. Skjöiin verða bæði texti og grafík. Þegar unnið er að einhverj- um einum þætti vaka forrit yfir vinnunni og gæta þess að samhengi sé við aðra þætti. Ýmsar þumalputtareglur verða byggðar inn í kerfið og hægt að bæta reglum við að vild. Eftirlit verður með innbyrðis samhengi í skilgreiningum og hönnunaráferð. Eitt helsta viðfangsefni í hugbúnaðargerð er að koma í veg fyrir að verið sé að leysa „sama" vandamálið aftur og aftur. Því skyldi tölvan þá ekki geta geymt „allt" sem við höfum verið að fást við jafnvel nokkur ár aftur í tímann? Tilbún- Dr. Oddur Benediktsson er prófessor við Háskóla íslands. Oddur er einn helsti brautryðjandi okkar á sviði mmenntunar og rannsókna á tölvufræðum. Odd- ur hefur starfað við upplýsinga- og tölvumál síðan fyrstu tölvurnar komu hingað til lands 1964. Hann var formaður Skýrslutæknifélagsins 1977—1979. ar einingar væru samnýtanlegar og einnig smærri lausnar- og skilgreiningahlutar. Hugsum okkur heiiu breiðurnar af samtengd- um og samvinnandi tölvum. E.k. yfirsetuforrit munu fylgjast með vinnu okkar og aðstoða þeg- ar með þyrfti. Hægt væri að skilgreina mismun- andi stig yfirsetu. Eitt stig væri að fylgst væri með öllum textainnslætti og um leið og tiltekið orð eða orðasamband kæmi fyrir í tilteknu sam- hengi þá væri gefið merki og aðstoð boðin. Segjum sem svo að orðið „kennitala" væri slegið inn. Yfirsætan byði aðstoð og samskiptin sem væru á mæltu máli gætu hljóðað svona: Yfirsæta: Viltu fá upplýsingar um kennitölu Hagstofu íslands? Maður: Já. Yfirsæta: Kennitalan ertíustafa einstaklings- bundin auðkennistala sem byggð er upp á eftir- farandi hátt... TÚL VUMtiL//////////// 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.