Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 30
Bergur Jónsson: Upplýsingatækni ag bankastarfsemi Hlutverk bankastofnana hafa breyst og munu halda áfram að breytast meðan tækniþróun gerir þeim kleift að þjóna viðskiptavinum betur en áður. Undanfarinn áratug hefur tæknin verið notuð til að fullkomna greiðslumiðlun milli viðskipta- vina og mun sú þróun halda áfram. Greiðslumiðl- un hérlendis annast Reiknistofa bankanna. Undanfarinn áratug hefur hún auk þess verið eins konar tölvudeild bakanna, en ég tel að við breyttar aðstæður muni það breytast og sjást þess merki nú þegar. Hins vegar mun almenningur fljótlega verða var við aukna virkni hennar til greiðslumiðlunar. Hraðbankar hafa verið hérlendis frá því árið 1985 og átt litlum vinsældum að fagna og stafar það af mjög mikilli ávísananotkun íslendinga. í sumum löndum gegna þeir veigamiklu hlutverki. Svokölluð „home banking" er mikið milli tann- anna á fólki og tel ég að hér sé dæmi um tækni sem er að leita að markaði. Almenningur mun ekki að svo komnu máli nýta sér þessa tækni. Hins vegar munu stærri viðskiptavinir bank- anna verða reiðubúnir að borga fyrir þessa þjón- ustu. Spáð er að notkun bankabóka muni því sem næst hverfa á næstu 10 árum og í staðinn komi reikningar, sem byggjast á innleggs- og úttekt- arkvittunum. Þá er og spáð að notkun ávísana muni stórlega minnka. Þessi spá byggir að sjálf- sögðu á því að eitthvað komi í staðinn. Ein tækninýjung hefur rutt sér víða rúms er- lendis. Það er svokölluð EFTPOS tækni, sem er skammstöfun á „Electronic funds transfer at the point af sale". Tækjabúnaður er tengdur við afgreiðslukassa verslana og þjónustufyrir- tækja, og viðskiptavinur borgar á þann hátt að setja plastkort sitt í tækið og er fjárhæð við- skiptanna færð af reikningi viðskiptavinarins inn á reikning verslunarinnar. Það ætti að vera hagur banka, greiðslukorta- fyrirtækja og verslana að nota þessa tækni. Hins vegar er ekki sjálfgefið að það sé hagur við- skiptavinanna eða að þeir taki vel á móti henni. 30//////////// TÚLVUMPL Bergur Jónsson er tölvunarfræðingur og fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Verziunarbanka íslands. Hann veitti áður forstöðu tölvudeild Landsvirkjunar. Bergur hefur setið í stjórn Skýrslutæknifélagsins og verið formaður DECUS (Félag DEC tölvunotenda) og á ýmsan annan hátt unnið að þróun tölvumála hér á landi. Þessi þjónusta þyrfti að vera rekin sameiginlega af bönkum, greiðslukortafyrirtækjum og e.t.v. fleirum. Tæknin er til staðar en áður en hún er tekin í notkun þarf að huga að ýmsum lagaleg- um hliðum og hver skuli borga fyrir þjónustuna. Tækninýjungar hafa þegar haft mikil áhrif á bankastarfsemi. l' lokin má hafa í huga klausu úr erlendri skýrslu um bankastarfsemi á komandi áratug. „Þeir bankar munu ná skammtímaárangri, sem nota tæknina á sem áhrifaríkastan hátt, vita hvers tæknin er megnug og hvernig hægt er að gera hana aðlaðandi. Sé til lengri tíma litið munu þeir standa uppúr sem meta rétt hag- kvæmni tæknilegra fjárfestinga. Það verða þeir sem feta hinn gullna meðalveg samvinnu og samkeppni og nýta tæknina bæði til að þjóna eigin framleiðslu og þörfum markaðarins".

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.