Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 24
□r. Gylfi Rrnason:
Framtíðin verður einfaldari
Einstein sagði eitt sinn: „Einfaldið hlutina eins og
hægt er, en ekki meira en það.“
Hewlett-Packard fyrirtækið hafði einföldun
að markmiði þegar farið var út í hönnun á nýju
tölvulínunni sem framleiðsla var hafin á á árinu
1986. Rannsóknir sýndu að í tölvum áttunda
áratugarins sem eru með mjög stórt skipana-
mengi, nýtti um 80% af vinnslunni aðeins u.þ.b.
20% skipananna sem til eru í skipanamenginu.
Tölvur þessar eru oftast með um 300^100
skipanir sem örgjörvinn framkvæmir með því að
þýða þær fyrst í röð smærri skipana sem síðan
eru framkvæmdar af vélbúnaði (hardwired).
Þetta er tímafrekt, tekur jafnvel nokkur hundr-
uð klukkutif. Tölvur af þessari gerð ganga
almennt undir nafninu CISC (complex instruc-
tion set computers).
Rannsóknirnar hjá Hewlett-Packard beindust
að því að fækka skipununum þannig að unnt
væri að sleppa þýðingu á skipunum í örgjörvan-
um, þ.e. stefnt var að því að hafa allar skipanir
inngreyptar í örgjörvann (hardwired) og að tölv-
an framkvæmdi þær í einu klukkutifi. Tölvur af
þessari gerð eru nefndar RISC (reduced
instruction set computers).
Hjá Hewlett-Packard voru skipanir í dæmi-
gerðum tölvum metnar að verðleikum með til-
raunum. Út var kastað skipunum sem ekki
sköpuðu nægilega afkastaaukningu í vinnslu til
að fórna fyrir einfaldleika. Þarna fór því fram
hönnunarvinna sem hafði tvö andstæð mark-
mið, annars vegar að fækka skipunum til að ná
fram einföldun og hinsvegar að hafa nógu marg-
ar skipanir til að ná fram afkastamikilli tölvu-
vinnslu. Niðurstaðan var 140 skipanir.
Samhliða fór f ram endurskoðun á öðrum þátt-
um tölvuhönnunar, aftur með tilliti til einfald-
leika. Fækkað var einingum sem þarf tii að setja
saman tölvu. Þannig fæst aukið gangöryggi og
framleiðslukostnaður lækkar. Með 48- eða 64-
bita minnisauðkenni (memory address) er
tryggt um langa framtíð að ekki verða til minn-
ismúrar (sbr. 640 kbyte í MS-DOS). Og frá upp-
hafi var gert ráð fyrir að samhliða gætu unnið
fleiri en einn gjörvi.
3>t//////////// TÚL VUMftL
Dr. Gylfí Árnason er sölustjóri hjá Hewlett Packard á
íslandi. Hann var áður dósent við Verkfræði- og
raunvísindadeild Háskóia íslands. Hann hefur kynnt
sér sérstaklega notkun tölva á tæknisviði. Gylfi er
verkfræðingur að mennt og hefur skrifað mikið um
tæknileg mál.
Árangurinn af þessu starf i eru tölvur sem eiga
fáa sína líka í hlutfalli verðs og afkasta. Þó
skammur tími sé liðinn frá því að fyrsta tölvan af
þessari gerð var kynnt eru til sjö mismunandi
tölvur með þessari hönnun, hver með sín sér-
einkenni eins og verð og afkastagetu o.s.frv.
Hewlett-Packard getur því framleitt nýjar gerð-
ir af þessum tölvum með litlum tilkostnaði og
stuttum fyrirvara. Af þessu sést að einföldunin
hefur heppnast vel.
Allir stærstu tölvuframleiðendurnir hafa nú
RISC tölvur, annað hvort í sölu eða á tilrauna-
stigi. Þetta sýnir e.t.v. frekar en flest annað að
þessi tölvuhönnun á framtíðina fyrir sér og að
tölvunotendur hafa trú á þessari tækni. Búast
má við því að þessi tölvutilhögun verði ráðandi á
síðasta áratug aldarinnar.
Það má því segja að þarna hafi Einstein haft
rétt fyrir sér, eins og í svo mörgu öðru.