Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 27
bylting sem hófst með tilkomu Macintosh töiv- anna, muni hafa veruleg og varanleg áhrif. Og loks er það ástkæra ylhýra málið. Þetta aukna samstarf milli manns og tækni mun vega að íslenskri tungu nema vel sé að gætt. Mikið hefur verið gert til að íslenska tækniorð, og vek- ur það undrun, aðdáun og jafnvel öfund flestra útlendinga. En það þarf að gera meira en að íslenska útlendu tækniorðin, gervigreindarforrit þurfa að ráða við miklu meira en orð ein og sér. Þau þurfa einnig að hafa vald á íslenskri mál- fræði og setningarfræði, svo eitthvað sé nefnt. Útlend aðkeypt forrit munu aldrei ná slíkum tök- um á tungunni okkar. Það er aðeins á okkar færi. En því miður hefur allt of lítið verið gert á þessu sviði enn sem komið er. Ef við lítum til framtíðar, er lítili vafi á því, að við íslendingar munum fylgjast vel með tækn- inni. Reynslan hefur sýnt, að við erum fljót og iagin við að tileinka okkur nýja tækni. Spurningin er miklu frekar hvort við höfum nógu marga Fjölnismenn til að tryggja það, að á skrifstofu framtíðarinnar verði íslenska en ekki ísl-enska ríkjandi. 1 Information Edge, N. Dean Meyer og Mary E. Boone, McGraw-Hill Book Company, 1987. TÚL VUMÚL//////////// 27

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.