Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 6
Páll Jensson: Skýrslutæknifélag íslands 20 ára Aldur er afstætt hugtak. Þó 20 ár virðist ekki hár aldur, er hann það, þegar upplýsingatæknin á í hlut. Það voru framsýnir menn, sem ákváðu að stofna „félag þeirra sem nota gatspjaldavélartil úrvinnslu gagna". í fyrstu lögum félagsins ertil- gangurinn skilgreindur svo: „að stuðla að hag- rænum vinnubrögðum við gagnavinnslu í hvers konar rekstri og við tækni- og vísindastörf. Þessum tilgangi hyggst félagið ná með því að gangast fyrir sýningum, fyrirlestrahaldi, umræðum, upplýsingamiðlun og námskeiðum, eftir því sem efni standa til. Ennfremur gangast fyrir samræmingu og stöðlun við vélræna gagnavinnslu, og stuðla að útvegun tækja með sem hagkvæmustum kjörum." Fyrstu stjórn 51 skipuðu eftirtaldir menn: Hjör- leifur Hjörleifsson, fjármálastjóri Rafmagns- veitu Reykjavíkur, formaður, Gunnlaugur Björnsson, deildarstjóri SÍS, Jakob Sigurðsson, deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands, Svavar Jóhannsson, bankafulltrúi Búnaðarbanka ís- lands, Bjarni P. Jónasson, forstjóri SKÝRR, Magnús Magnússon, prófessor, forst.maður Reiknistofnunar Háskólans. Varamenn voru: Sigurður Þórðarson, þá hjá Loftleiðum og Sig- finnur Sigurðsson, hagfræðingur hjá Reykjavík- urborg. Endurskoðendur vori Áki Pétursson, deildarstjóri hjá Hagstofu íslands og Gunnlaugur G. Björnson, deildarstjóri Útvegsbanka íslands. Aðrir, sem unnu að undirbúningi félagsins voru: Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, Helgi V. Jónsson, endurskoðandi, Sigurbjörn Sigtryggsson, Landsbanka l'slands, Árni Bjarna- son, Verzlunarbanka (slands og Vilhelm Ander- sen, Mjólkursamsölunni. Ég held það sé á engan hallað þó Hjörleifs Hjör- leifssonar sé sérstaklega minnst hér á þessum tímamótum. Hann var í raun faðir félagsins, því hann átti frumkvæðið að undirbúningi þess. Hjörleifur var fyrsti maðurinn, sem gerður var að heiðursfélaga í Skýrslutæknifélaginu, en það var á 10 ára afmæli félagsins 1978. Hann er nú látinn. Störf Skýrslutæknifélagsins hafa frá upphafi 6//////////// TÚLVUMftL Páll Jensson, formaður Skýrslutæknifélags íslands einkennst af mikilli framtíðarhyggju. Flest við- fangsefni og umræðuefni félagsins hafa á einn eða annan hátt miðað að því að sjá fyrir tækni- þróunina og huga að framtíðinni. Skýrslutækni- féiaginu fannst því vel við hæfi að minnast 20 ára afmælisins með því að fá ýmsa spámann- lega vaxna menn til að gefa, með stuttum erind- um, innsýn í framtíðina á sviði upplýsingatækni, eins og þeir sjá hana. I þessu blaði eru birt erindi framsögumanna á spástefnu Sl 6. apríl s.l.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.