Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 33
Jónas Kristjánsson:
Tölvan á borði blaðamanns
Tölvan sem ég kýs mér í nánustu framtíð, beitir
hugbúnaði, sem er eins konar framþróun frá því,
er ég nota núna í FocalPoint útfærslunni af kerf-
isforritinu HyperCard, væntanlega fijótlega í
samfloti við MultiFinder. Tölvan verður hin full-
komna einkaritarahirð mín.
Tölvan á að sýna mér að morgni dags minnis-
atriðin, sem hún hefur fært milli daga, vikna,
mánaða eða ára, allt eftir því, sem við á hverju
sinni. Þessi minnisatriði snertafundi, fundaefni,
skrif mín og annarra í blaðið, bréflegt og munn-
legt samband við fólk úti í bæ og ótalmargt
annað, svo sem nýtt verð á 6 vetra tölturum,
sem eru að fara í sölu.
Tölvunni ber að rita minnisatriði fyrir hvern
hinna sjö funda, sem ég sit í fyrirtækinu á degi
hverjum. Hún skal tengja ákveðin fundarefni á
ýmsa vegu í kross, án þess að ég þurfi að muna
eða hafa vit á að segja henni að gera það.
Ég vil geta bent tölvunni á nokkur nöfn manna
og fyrirtækja, sem hún á að hringja í, meðan ég
er að koma mér fyrir við skrifborðið. Ég vil geta
bent henni á að finna, í innlendum og erlendum
upplýsingabönkum og í Reuter-efni dagsins, án
þess að kaffæra mig í texta, nákvæmlega þær
staðreyndir, sem mig vantar, og alls ekki aðrar.
Áður er tölvan búin að opna nokkur forrit
handa mér, eitt til að skrifa grein, annað til að
búa til graf eða kort, hið þriðja til umbrots efnis í
síðu, hið fjórða til bréfaskrifta, hið fimmta til
ýmissa leiðréttinga á notkun íslenskrar tungu,
hið sjötta til fróðleiks um kostnað ýmissa deilda
ritstjórnar, hið sjöunda um slæma stöðu ein-
stakra efnisþátta í tímaflæði næsta tölublaðs
DV, hið áttunda til staðfestingar á réttri
umgengni minni við staðreyndir mála, sem ég
fjalla um, og svo hið níunda til að tefla við mig
fimm mínútna skák milli símtala.
Ég vil geta dansað tafarlaust fram og aftur
milli allra þessara athafna, án tímaeyðslu í upp-
flettingar í handbókum og ásláttar á lyklaborð,
án minnis á stafarunur í tölvuskipunum og án
minnsta skilnings mín á tölvum eða áhuga á
hugsunarhætti þeirra. Ég vil þar á ofan geta lag-
að forritin að þörfum mínum án þess að kunna
Jónas Kristjánsson er rítstjóri DV, Dagblaðið — Vísir.
Jónas hefur sýnt upplýsingatækninni mikinn áhuga.
Hann er áreiðanlega fyrsti ritsjóri í heiminum, sem
fjallar um UIMIX, MAC og DOS í leiðara almenns
dagbiaðs. Jónas er þekktur fyrir að setja skoðanir sín-
ar fram á þann hátt að eftir þeim sé tekið.
forritun, eins og ég get nú þegar í HyperCard.
Ég ætia ekki að rjúfa starftaktinn með því að
hlaupa í tölvuritningu fimm sinnum á dag og í
tölvuklerk tvisvar í viku til að ná sambandi við
tölvuguð. Ég hyggst ekki þurfa að taka eftir, að
tölvan sé yfirleitt til. Tölvan mun þjóna mér, en
ég ekki henni.
Dagblöð eru enn bundin í viðjar stórra og sér-
hannaðra tölvukerfa, sem fullnægja fáum þörf-
um þeirra sómasamlega, öðrum en hinni hreinu
færibandavinnu, sem felst í að koma texta frá
lyklaborði yfir í frágengnar dagblaðasíður.
Framleiðendur slíkra kerfa hafa tiltölulega fáa
viðskiptavini og eru ekki samkeppnishæfir í fjöl-
breyttum hugbúnaði við framleiðendur, sem
byggja á magnviðskiptum.
Sérhönnuðu og þunglamalegu dagblaðakerfin
vil ég losna við sem allra fyrst. Ég virði þau þó
sem nauðsynlegan lið, eins konar gufuvélar, á
TÚL VUMÖL//////////// 33