Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 22
Hvað gerir þá COSINE? Listi yfir verkefni starfs- hópa gefur nokkra hugmynd um áhersluatriði: — Póstkerfi (Message handling systems), — Skráaflutningur (FTAM) — Upplýsingaþjónusta við notendur, þar á með- al notendaskrár (directories) — Vandamál við rekstur og stjórn netkerfa — Notkun heilla skjámynda (full screen ser- vices) — Samskipti á háum hraða og ISDN. Samtök um upplýsinganet rannsóknaraðila, SURÍS, vinna að því að íslenskir tölvunotendur geti orðið samstíga erlendum að hagnýta fram- farir. Með þátttöku í norrænum og evrópskum samvinnuverkefnum flytjum við inn reynslu og þekkingu. Innanlands sameinum við kraftana til að byggja upp innra skipulag og netkerfi, sem geri okkur kleift — ekki aðeins að tengjast, — heldur að eiga vitræn samskipti við fólk með svipuð verkefni eða áhugamál hvar sem er í heiminum. Frá 20 ára afmælishátíð Skýrslutæknifélags íslands 6. apríl 1988, haldin aö Borgartúni 6. Hátíðin hófst með ráð- stefnu þar sem haldin voru 17 stutt erindi um framtíðarsýn og þróun í upplýsingatækni og stöðu íslands íþeim efnum. Myndin sýnir hluta áheyrenda, en rúmlega 200 manns tóku þátt í hátíðinni. 2S//////////// TÖL VUMfiL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.