Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 20
Þorvarður Jónsson: Fjarskipti framtíðarinnar Aukin notkun stafrænnar tækni einkenna fjar- skipti framtíðarinnar. Nú þegar eru fjórðungur sjálfvirkra símstöðva hér stafrænar og stafræn sambönd á Ijósleiðarastrengjum (glerfíber) og á örbylgjukerfi aukast ört og brátt munu stafræn sambönd um gervitungl verða sett upp. Stafrænar símstöðvar bjóða notendum upp á ýmsar nýjungar, sem notandinn getur sjálfur kóðað í stöðina eins og vakningu, skammval, símtalsflutning, langlínulæsingu, endurval, sjálf- virka hringingu í fyrirfram ákveðið númer þegar lyft er af, símtal bíður, þriggja manna tal, sím- talavíxl o.fl. Þegar búið verður að leggja Ijósleiðarastrengi víðs vegar um landið bjóða þeir upp á háhraða gagnaflutning, sjónvarpsflutning auk talvið- skipta. Þá verður hægt að bjóða upp á sjón- varpsráðstefnur með þátttakendum víðs vegar um landið auk sjónvarpsfjarkennslu. Einnig býð- ur þetta upp á hágæða hljóðrásir og sjónvarps- rásir, stereohljóð með sjónvarpi, aukinn fjölda hljóðrása í sjónvarpi o.fl. Þjónusta almenna gagnaflutningsnetsins mun aukast með tilkomu almenns tölvupóst- hólfakerfis með MHS (Message Handling Sys- tem eða svokallað X.400 kerfi), upplýsingaveitu (videotex), og aðgangi að fjölda íslenskra og erlendra upplýsingabanka (gagnasöfn). í framtíðinni verður einnig hægt að nota far- símakerfið til gagnaflutnings. Þróun stafrænu fjarskiptakerfanna stefnir á fjölþjónustukerfi ISDN (Integrated Services Digital Network) fyrir bæði tal og ýmsar tegund- ir gagnaflugnings. Þessi þróun er að nokkru leyti komin fram í nýjustu stafrænu einkasímstöðv- unum, sem jöfnum höndum geta þjónað sem símakerfi og skiptistöðvar fyrir gagnaflutning innan fyrirtækisins og við hið almenna fjarskiptakerfi. Notkun nærneta (LAN) mun aukast og hægt verður að tengja þau bæði við stafrænu einkasímstöðvarnar og hið almenna fjarskiptakerfi. Alls konar þráðlaus þjónusta mun aukast og má þar nefna boðþeraþjónustu (pager) sem ná mun til alls landsins. Hægt verður að senda 20//////////// TÖL VUMÖL Þorvarður Jónsson er yfirverkfræðingur Pósts og síma. Hann hefur lengi haft áhuga á tölvuþróuninni og fylgst náið með henni. Þorvarður er manna fróðastur um áhrif tölvutækni á fjarskipti og þróun tölvuneta. Þorvarður stjórnaði uppsetningu X.25 netsins á ís- landi. skilaboð með tölum til móttökutækjanna og til dýrari móttökutækjanna með bókstöfum og tölum. Staðsetningarkerfi munu batna og tækín verða léttari og ódýrari. I þessari upptalningu hefur eingöngu verið tal- ið upp sumt af því sem nú þegar er fyrirsjáan- legt, en miklu erfiðara er að spá um það, sem í dag er óþekkt.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.