Tölvumál - 01.06.1988, Blaðsíða 28
Jakob Sigurðsson:
Framtíðarhorfur í rekstri tölvudeilda
Á s.l. hausti hélt Skýrslutæknifélagið ráðstefnu
þar sem rætt var um breytt viðhorf í rekstri
tölvudeilda. Efnið var rætt frá nokkrum
afmörkuðum sjónarmiðum. Það sem hérerfjall-
að um er nokkurs konar viðauki við það, sem þar
kom fram. Öllum sem eru í námunda við tölvu-
deildir er Ijóst hversu mjög reksturinn hefur
breyst á síðustu árum.
Með tilkomu einmenningstölvunnar, töflu-
reikna og nú síðast nettenginga, hefur skapast
verulega breytt umhverfi. Enginn skyldi halda,
að þegar komist hefur verið fyrir þá barnasjúk-
dóma sem í dag eru að angra okkur, sé komið að
einhverjum endapunkti. Við munum nú í næstu
framtíð sjá nýjar gerðir vélbúnaðar koma á
markaðinn sem munu marka tímamót, og stað-
festa að sá tími er senn liðinn að hugbúnaður sé
hannaður fyrir sérstakar gerðir vélbúnaðar.
Umræðan um offjárfestingu í tölvubúnaði
verður æ almennari. Mönnum er Ijóst, að vand-
aður hugbúnaður kostar mikla peninga, og ekki
sé réttlætanlegt að fjárfesta í honum nema að
hann gangi á ólíkar gerðir vélbúnaðar. Þetta
leiðir til þess að framleiðendur verða að bjóða
uppá stjórnkerfi, sem eru ekki bundin ákveðinni
vélagerð. Þetta er þegar farið að gerast með
Unix og stjórnkerfum einmenningstölvanna. Því
verður ekki lengur talað um IBM samhæfðar
vélar, heldur MS-DOS, OS/2 eða Unix samhæfð-
ar, eða hvað svo sem stjórnkerfin verða kölluð.
I kjölfar þessa munu menn í miklu ríkara mæli, en
nú tíðkast, fara að nota staðlaðan hugbúnað,
við lausn verkefna sinna.
Sá vélbúnaður, sem á næstu árum verður ráð-
andi verður svo öflugur að miklu meiri áherslu
verður að leggja áfullkominn hugbúnað, en nú er
gert. Því miður verður að viðurkenna að á sviði
hugbúnaðar erum við ákaflega skammt á veg
komnir.
Sífellt minni tíma tölvudeilda verður varið í
kerfissetningu og forritun, en því meiri tíma í að
velja staðlaðan hugbúnað og að þjálfa notendur
í notkun þeirra. Við munum í vaxandi mæli
aðlaga vinnubrögð okkar að fullkomnum hug-
28//////////// TÚL VUMftL
Jakob Sigurðsson er forstöðumaður tölvudeildar Flug-
leiða hf. Hann hefur langa reynslu í kerfisgerð, tölvu-
vinnslu og rekstri tölvudeilda. Jakob var einn afstofn-
endum Skýrslutæknifélagsins árið 1968.
búnaði, í stað þess að aðlaga hugbúnaðinn að
okkar vinnubrögðum.
Þegar menn þykjast sjá hvert stefnir, hlýtur
að koma í hugann hvort ekki sé mögulegt að
koma á fót einhverjum staðli eða siðareglum, í
framleiðslu hugbúnaðar. Til að byrja með yrðu
það aðeins leiðbeiningar er með tímanum þróuð-
ust í staðal eða siðareglur, sem allir er vilja
markaðsetja sinn hugbúnað, skyldu fylgja.
Margir eru í dag að bauka við sömu verkefnin,
þar sem enginn hefur þá fjármuni sem þarf til
framleiðslu hugbúnaðar í þeim gæðaflokki sem
er krafist. Hugþúnaður verður að vera óháður
vélagerðum. Ef gerð hans fylgdi ákveðnum
reglum, væri fljótlega kominn vísir að hugbúnað-
armiðstöð, sem hefði á boðstólum vandaðan
hugbúnað frá hinum ýmsu framleiðendum. Þar
með gætu skapast forsendur fyrir því að
íslenskur hugbúnaður stæðist samkeppni við
innflutta hugbúnaðarpakka, en ef við höldum