Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Page 8

Tölvumál - 01.12.1990, Page 8
Desember 1 990 Hádegisfundur um málefni Rut nefndarinnar 27. nóvember sl. hélt SÍ hádegisfund þar sem helstu störf RUT nefndarinnar voru kynnt, en RUT er stytting á Ráðgjafanefnd um Upplýsinga- og Tölvumál. Fyrsti ræðumaður var Jóhann Gunnarsson, formaður RUT nefndarinnar. Hann kynnti hlutverk og verksvið hennar. Næst talaði Stefán Ingólfsson um tiltekin verkefni sem nefndin vinnur að. Þar ber hæst samræmingu á hinum ýmsu greinitölum í opinberri skráningu (fólk, bflar, fasteignir ofl.) þá kynnti hann sjálfa RUT handbókina. í henni má m.a. finna ýmiss konar fróðleik og viðmiðunartölur sem máli skipta þegar ákvarðanir eru teknar um tölvuvæðingu og skyld mál. Einnig ræddi Stefán um mismunandi aðferðir við kostnaðarmat. I næstu útgáfu RUT handbókarinnar, sem er væntanleg snemma á næsta ári, verður gerð grein fyrir þrem mismunandi aðferðum sem beita má við kostnaðarmat á upp- lýsingakerfum. Aðferðirnar nefnir hann einingarmats-, kerfisþátta- og samanburðar aðferðina. Loks talaði Jón Þór Þórhallsson um vottun á bókhaldskerfum, og staðfestingu á því að þau uppfylltu kröfur um endurskoðun. (ÁÚS) Tölvunet Veðurstofu íslands, nútíð og framtíð D_ P <D C o UJ Q Q_ \ O. o *. Staðsett á Raunvlsindastofnun DECforms CDD+ P.S.I. CMU-TEK TCP/IP frá Lamont Hjálparforrit fyrir SUNView Nóv. Gulli 1990 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.