Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Page 16

Tölvumál - 01.12.1990, Page 16
Desember 1 990 En EDI-stjórinn (EDI-"server") er ekki aðeins móttökustjóri, hann er líka sendistjóri. Svo vitnað sé í dæmið að ofan um tollakerfið, þá sendir tollakerfið samkvæmt staðli til baka staðfestingu til sendanda um að tollskýrslan hafi verið móttekin. Sendistjórinn tekur við staðfestingunni frá tollakerfínu, þýðir hana yfir á Edifact-staðal, skráir hana hjá sér og sendir hana eftir sömu flutningsleið til baka til sendanda tollskýrslunnar. Og EDI-stjórinn gegnir þessu hlutverki móttökustjóra og sendistjóra jafnt fyrir tollskýrslu sem önnur EDI-skjöl. Tengsl EDI-stjórans við Skýrr og þær flutningsleiðir sem neíhdar hafa verið og Skýrr hafa hingað til einbeint sér að, eru sýnd á mynd 2. Þar kemur fram að hér var sú leið valin að fá ísnet til að mynda brú milli gagnahólfa- þjónustu P&S og EDI-stjórans. Skjöl frá gagnahólfaþjónustunni eru fyrst send til Isnets sem síðan kemur þeim áfram til EDI- stjórans. Myndin sýnir að Isnet býður tveimur hópum við- skiptavina virðisaukaþjónustu í sambandi við EDI. Annars vegar þeim sem eru þegar viðskiptavinir gagnahólfaþjónustunnar og þurfa ekki að leggja út í viðbótar- ijárfestingu til að tengjast Skýrr vegna EDI og hins vegar sínum eigin viðskiptavinum sem geta tengst Skýrr beint vegna EDI og þurfa ekki að leggja út í viðbótarljárfestingu þess vegna. EDI-vinnustöð Vinnustöðvamar, sem sýndar eru á mynd 2, eru EDI-vinnustöðvar. EDI-vinnustöð getur verið einmenningstölva með forriti sem tekur við skjölunum með þeim Mynd 2 upplýsingum, sem senda á, og þýðir þau yfir á Edifact-staðal, skráir þau hjá sér og sendir þau eftir viðeigandi flutningsleið til EDI-stjórans. Sá tekur við þeim og meðhöndlar þau, eins og lýst var að ofan. Upplýsingarnar sjálfar geta hafa verið skráðar beint eða skjölin orðið til í Almennt er talið að EDI- væðing fyrirtækja sé aðeins að hluta verkefni tæknilegs eðlis eða um 30%, en 70% séu stjórnunarlegs eðlis. ákveðnum viðföngum, t.d. bókhaldskerfum sem líka eru keyrð í einmenningstölvunni eða bókhaldskerfum sem keyrð eru í öðrum tölvum sem vinnustöðin ertengd. í síðastnefndatilfellinu er vinnustöðin einskonar EDI- stjóri (EDI-"server" eða EDI- "frontend") fyrir viðkomandi tölvu og gegnir ekki ósvipuðu hlutverki og EDI-stjóri Skýrr og sagt var frá hér að framan. Skýrr og samstarfsaðilar Allt það, sem hér hefur verið greint frá, var sýnt á EDI- sýningunni sem haldin var í tengslum við ráðstefnu um pappírslaus viðskipti og haldin var nýlega á vegum EDI- félagsins. Það skal tekið fram að 1 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.