Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 5
Af netinu Björn Þór Jónsson Pegar ég renndi yfir fréttirnar á ráðstefnunum um daginn rakst ég á áhugaverða grein, sem getur orðið okkur tölvufólki nokkurt umhugsunarefni. Þeir gera mistökin sem telja sig hæfasta Paul Smee skrifar þar um akstur og ökumenn. Þar vitnar hann f blaðagrein sem segir að flest slys verða vegna vfsvitandi lagabrota en ekki mannlegra mistaka. Tony Manstead, prófessor við háskólann í Manchester, segir flesta árekstra verða vegna fárra ökumanna sem af ásettu ráði fara yfir hraðatakmarkanir og hafa yndi af að spíta í á ljósum og aka mjög nærri bílnum fyrir framan þá. I tveimur rannsóknum á vegum bresku stjórnarinnar voru rann- sakaðir samtals 2000 bílstjórar og slysaferill þeirra borinn saman við þeirra eigin lýsingar á aksturs- lagi þeirra. Þeir sem lent höfðu í tveimur eða fleiri slysum áttu ýmislegt sameiginlegt. Þeir voru oft ungir karlmenn sem töldu sig vera hæfari en meðalöku- maðurinn. Það fundust engin tengsl milli slysa og fólks sem játaði að gera mistök, eins og að misreikna fjarlægðir þegar það tekur fram úr. Hins vegar voru sterk tengsl milli slysa og þeirra sem játuðu að brjóta umferðarlögin oft, til dæmis með hraðakstri og því að fara ffarn úr á öfugum vegarhelm- ingi. Manstead segir: Það er eftil vill nokkur einföldun, en það virðist sem þeir sem lenda í slysum séu ekki þeir sem gera mistökheldur þeir sem vísvitandi aka á ólögleg- an hátt. Ég hugsa að flestir þekki menn sem aka svona, að minnsta kosti gerum við það báðir, ég og Paul Smee. En hvernig tengist þetta tölvum? kunnið þið að spyrja. Margir þekkja væntanlega forritara sem telur sig yfir innanhússstaðla og venjur hafinn. Staðlar séu fyrir aulana, svo þeir geri ekki aulamistök, en ekki fyrir alvöru forritara. Kannski eiga rannsóknir Mansteads jafn vel við í forritun og akstri. Hjartasjúkdómar og langlífi Nýleg rannsókn á áhrifúm hjarta- sjúkdóma á langlífi bendir til þess að meðalævi Bandarfkja- manna lengist aðeins um þrjú ár, takist þeim að vinna bug á hjarta- sjúkdómum. Sumum kann að þykja það lítið, en athuga verður að þó fólk sleppi við aðalvágestinn er af nógu að taka, krabbameinum og ýmiss konar óværu. Rannsókn þessi var framkvæmd á tölvu með hermun og fór fram í Boston. Meðal spurninga sem slegið var fram voru: Hvað gerist ef allir Bandaríkjamenn ná kólesterólmagninu niður fyrir 200? Eða hætta að reykja? Hermunin bendir til þess að þvflíkir stórsigrar á heilsusviðinu bæti aðeins um einu ári við meðal- ævilengdina. Hins vegar getur ávinningurinn orðið stórkostlegur fyrir marga einstaklinga sem gætu grætt tugi ára. Það er vonandi fyrir okkur tölvu- menn að þessar niðurstöður séu nokkuð marktækar, þvf væntan- Aprfl 1991 lega geta þær haft áhrif á fjár- mögnun rannsókna á heilbrigðis- sviðinu, og heilsugæslu almennt. Makkarefir Um daginn var stofnuð ný ráðstefna hér á íslandi. Heitir hún icenet.makkarefir Og er sett á laggimar af Makkarefúm, nýstofnuðu félagi Macintosh- forritara. Eins og segir í lögum þess þá er tilgangur þess að tengja saman makkaforritara á íslandi, vera eins konar hagsmunafélag þeirra og upplýsingamiðstöð og trúboðsstöð fyrir hina "einu sönnu makkatrú". Á stofnfundi þess hinn 6. aprfl síðastliðinn voru kosnir í stjórn Viktor B. Kjartansson, formaður, Mímir Reynisson, Sigurður Darri Skúlason og Gísli Rúnar Hjalta- son. Ráðstefnan er ætluð til skipta á upplýsingum og vandamálum sem varða makkaforritun. Ákveðið var að halda félagsfúndi mánaðar- lega, þann fyrsta 6. maf (þar verður m. a. haldið erindi um A/ UX, Unix-stýrikerfið ffá Apple), gefa út fféttabréf á tveggja mánaða ffesti, komast í samband við ýmis erlend félög og hópa og kaupa MacTutor-geisladisk og diska- áskrift. Reyndar er önnur ráðstefna á netinu um svipuð mál sem heitir comp.sys.mac.programmers, en ókosturinn við hana er sá að mikið efni kemur inn og því er tímafrekt að lesa f gegnum hana, og auk þess má reikna með að einhver séríslensk málefni þarffiist umfjöllunar. 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.