Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 17
Aprfl 1991
ráðinum.a. tekistaðfádregnatil
baka tillögu um staðal fyrir
Evrópubandalagið um stafatöflur
fyrir tölvur, en í honum var ekki
gert ráð fyrir íslenskum sér-
stöfum.
Niðurlag
Markaðssamruninn f Evrópu færir
íslendingum ýmis tækifæri en
jafnframt leggur hann þeim ýms-
ar skyldur á herðar. Þannig er
það stjórnvalda að sjá til þess að
í vaxandi mæli sé vísað í sam-
ræmda staðla um tæknileg atriði
Frá ársfundi
Ágúst Úlfar Sigurðsson
15. febrúar síðastliðinn hélt
Skýrslutæknifélag íslands ársfúnd
sinn, ráðstefnu með titlinum
"Framtíðarsýn stjórnenda". Hún
fór fram á hefðbundinn hátt og
var mjög vel sótt.
Fyrsti fyrirlesarinn var Þorkell
Sigurlaugsson, framkvæmda-
stjóri hjá Eimskipafélagi íslands.
Erindi hans hefur borist Tölvu-
málum og mun birtast í næsta
blaði.
Næst tók Jón Ásbergsson til máls
og fræddi fundarmenn um ýmis
atriði varðandi rekstur hins þekkta
fyrirtækis, Hagkaupa. Miklaat-
hygli vakti að tölvuvæðing hófst
ekki hjá Hagkaupum fyrr en árið
1987. Allar rekstrartölur, pant-
anir, birgðastaða og hvaðeina
höfðu fram að því verið hand-
skráðar og unnar með gamal-
reyndum aðferðum. Fráþvíárið
í stað þess að setja í reglugerðir
ítarleg ákvæði þar að lútandi og
að nota samræmda staðla við
opinber innkaup. Jafnframt ber
stjórnvöldum sú skylda að sjá til
þess að Staðlaráð íslands sé í
stakk búið að takast á við það
tröllaukna verkefni sem aðild
íslands að evrópsku staðlasam-
böndunum krefst. Gæta þarf
þess sérstaklega að hagsmunir
íslands séu ekki fyrir borð bornir
við samningu og samþykkt staðla.
Á sviði upplýsinga- og fjarskipta-
tækni er þetta mikilvægt vegna
séríslenskra bókstafa. Á sviði
matvælaframleiðslu kann það að
1987 hafa ýmsir þættir rekstrarins
verið tölvuvæddir en þó ekki
sem samstæð heild. Nú hafa
Hagkaup hins vegar gengið til
samninga um samræmda tölvu-
væðingu fyrirtækisins og er það
fjárfesting upp á rúmar 100 millj-
ónir króna. Jón lýsti markmiðun-
um sem stefht er að með tölvuvæð-
ingunni. Þar bar hæst hagkvæmni
og hagræðingu ásamt aukinni
sölu og minni vörurýrnun. Þótt
100 milljón króna fjárfesting sé
býsna stór tala í huga hins almenna
launþega þá þarf ekki mikla breyt-
ingu á rekstri fyrirtækis, sem
veltir 10 milljörðum á ári, til að
endurgreiða hana á nokkrum mán-
uðum. Jón lauk máli sfnu með
því að líkja tölvuvæðingu við
hjónaband og vitnaði í máltækið
"Mey skal að morgni lofa".
Tölvumál óska Hagkaupum hjart-
anlega til hamingju með ráða-
haginn.
verða afar mikilvægt vegna út-
flutnings okkar til Evrópu á sjáv-
arafurðum.
Vegna sívaxandi mikilvægis
staðla í milliríkjaviðskiptum hefiir
iðnaðarráðuneytið lagt áherslu á
að tryggja fé til starfsemi
Staðlaráðs jafnframt þvf sem
skapaður verði traustur laga-
rammi um samningu, staðfestingu
og birtingu á stöðlum hér á landi.
Höfundur þakkar Þorvarði Kára
Ólafssyni, Staðlaráði íslands, Jyrir
ýmsar ábendingar við samningu
þessarar greinar.
Síðasti ræðumaður fyrir kaffihlé
var Davíð Á Gunnarsson, forstjóri
Ríkisspftala. Væntanlega mun
erindi Davíðs birtast f næsta hefti
Tölvumála.
Eftir kaffihlé kom innlegg tölvu-
salanna. Frosti Bergsson, Bjarni
Júlíusson og Gunnar M. Hansson
ræddu hver um sig framtíðarsýn
stjórnenda frá sjónarhóli HP,
Digital og IBM. Auk almennra
vangaveltna ræddu þeir m.a. um
opin kerfi, tölvutengdan mynd-
sfma og almiðlun (multimedia).
Áherslurnar hjá þeim voru að
sjálfsögðu mismunandi, en sam-
eiginleg framtíðarsýn þeirra allra
virðist vera eins konar upplýsinga-
veitur þar sem tengingavandamál
verða yfirunnin lfkt og í raforku-
veitum dagsins í dag.
17 - Tölvumál