Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Page 23

Tölvumál - 01.04.1991, Page 23
Apríl 1991 ekki nægilega almennar. Þetta leiddi svo til, að ákveðið var að: ------(2)-------------------- bjóða bæði upp á sértækar og altækar frumformgerðir sem kosti Alveg frá upphafi var ljóst, að skjöl ættu að geta haft mismunandi innihald og ekki aðeins texta. Þvf var eftirfarandi eiginleiki áríðandi fyrir staðalinn: ------(3)----------------------- Aðgreining skjalahögunar (grunngerðar) frá mis- munandi innihaldshögun Eftir mikið japl, jaml og fuður varð svo fyrsti ODA-staðallinn til árið 1985. Þetta var ECMA- 101. í dag er staðallinn til í þremur útgáfum, sem eru að mestu eins: ISO 8613: Office Document Architecture (ODA) and Interchange Format. CCIT T.410-series: Open Document Architecture (ODA) and Interchange Format. ECMA-101: Open Document Architecture (ODA) and Interchange Format. Grundvallaratriði í ODA Eins og þegar hefur verið lýst, byggist ODA á þeirri hugmynd, að tvenns konar formgerð tilheyri hverju skjali, rökræn og sniðræn. Þessar tvær formgerðir eru óháðar en mynda saman eina heild. Flestskjöl, sem einn notandibýr til, eða verða til í einu fyrirtæki, má spyrða saman í nokkra flokka, og margir skjalhlutar eiga sam- eiginlega tiltekna eiginleika. Við gerð ODA var tekið tillit til þessara staðreynda: ODA gerir kleift að búa til ákveðnar teg- undir af skjölum með því að vísa í fyrirfram skilgreinda skjala- eða skjalhlutaflokka. Þessi möguleiki bætir nýrri virkni við ritla framtíðarinnar, sem byggjast á ODA, en núverandi ritlar geta yfirleitt ekki hjálpað til við að búa til nýtt skjal í tilteknum skjalaflokki ájafnauðveldanhátt og ODA-ritill. Áður hefur verið minnzt á, að ODA leyfír mismunandi innihald í skjölum. Fyrir utan texta er einkum þörf fyrir grafík af ýmsu tagi. Innihaldshögun er skilgreind í ODA sem safn reglna, sem ákvarða sérstakar gerðir af innihaldi. Í6. kaflastaðalsinsog þeim köflum, sem eftir koma, er ljallað um hinar ýmsu tegundir af innihaldshögun. í 6. kafla er lýst textainnihaldi, í 7. kafla rasta- grafík og í 8. kafla geómetrískri grafík. Ekki er enn búið að út- hluta fleiri tegundum innihalds sfnum köflum (9. kafli og upp úr), en EDI-gögn, stærðífæðitákn og jöfnur, töflureiknar, viðskipta- grafík og talmál hafa verið nefnd í þessu sambandi. Staðallinn samanstendur af 7 köflum (3. kafla vantar - innihald hans heíúr sogast inn í hina kaflana gegnum tíðina!): ODA-staðallinn — 1. kafli 2. kafli 4. kafli 5. kafli 6. kafli 7. kafli 8. kafli Sem fyrr segir gerir ODA greinar- mun á rökrænni og sniðrænni formgerð. Hugmyndin er sú, að Iíta má á skjal frá tveimur sjónar- hornum, rökrænu og sniðrænu. Út frá rökrænu sjónarmiði saman- stendurskjal af rökíhlutum. Sem dæmi má taka skjal, sem er samsett af mörgum köflum, þar sem hver kafli greinist í undirkafla. Hver undirkafli getur svo innihaldið málsgreinar, myndir og töflur. Út frá sniðsjónarmiði er skjalið myndað af sniðíhlutun. Dæmi: Segjum, að tiltekið skjal sé samsett af þremur síðumengjun. Fyrsta síðumengið samanstendur af forsíðu og efnisyfírliti. Annað síðumengið inniheldur meginefni skjalsins. Þriðja slðumengið felur í sér viðauka og atriðaskrá. Síðumengi getur innihaldið önnur síðumengi og/eða einstakar s0ur. Síða getur samanstaðið af rétt- hyrndum svæðum, sem nefnast rammar, sem aftur er skipt í blokkir. Hér á undan hefur mikið verið talað um snið og sniðrænar formgerðir. Ensniðiðeittogsér nægir ekki til að lýsa endanlegu útliti. Til viðbótar þarf stíl. ODA skilgreinir tvenns konar stfla, sniðstfl og birtingarstfl. Sniðstfll eru notaður í rökíhlutum til að leiðbeina við gerð sérstakra sniðformgerða. Vísað er I birtingarstfl úr rökrænum og/ eða sniðrænum íhlutum. Hann er notaður til að skilgreina nánar form og útlit skjalsins eins og það birtist á endanlegum miðli. Inngangur og almennar meginreglur Skjalaformgerðir Skjalaauðkenning Samskiptasnið (ODIF) Innihaldshögun fyrir tákn Innihaldshögun fyrir rastagrafík Innihaldshögun fyrir geómetríska grafík 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.