Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 28
Apríl 1991 ÍST L 332 Staðarnet til opinna tölvusamskipta (6 staðlar) ÍST L 333 Stafatöflur til opinna tölvusamskipta (3 staðlar) ÍST L 334 Opin texta- og skrifstofukerfi (12 staðlar) ÍST L 340 Notendabúnaður til tengingar við fjarskiptanet (6 staðlar) ÍST L 341 Fjarskipti - þráðlaus tæki og kerfi (1 staðall) ÍST L 342 Fjarskipti - innviðir fjarskiptaneta (1 staðall) Samstarf UT-staðlaráð tekur þátt í norrænu samstarfi um stöðlun í upplýsinga- tækni, sem nefnist INSTA/IT (áður INSTA/C9), og og hefur það samstarf leitt af sér verkefni um gæðahandbók. í ársbyrjun 1990 tókst INSTA/IT að afla fjár hjá Norræna iðnaðarsjóðnm til verkefnisins Modelling a Software Quality Handbook (MSQH). Tilgangur þess er að aðstoða hugbúnaðarfyrirtæki við að koma á gæðastjórnun, sem byggist á alþjóðlegum gæða- stöðlum í flokknum ISO 900x. Verkefnið var undir íslenskri stjórn. í stjórn voru Oddur Benediktsson, Þorvarður Kári Ólafsson og Gunnar H. Guðmundsson. Einnig tóku Finnar virkan þátt í verkefninu. Handbókin kom út á ensku í lok janúar 1991 og hefur hlotið góðar viðtektir bæði innan lands og utan. Ráðið tekur einnig þátt í Evrópu- og alþjóðasamstarfi eftir því sem verkefhin krefjast þess. Alþjóðleg stöðlun í upplýsingatækni fer einkum fram innan ISO/IEC/ JTCl, en evrópsk hjá CEN, CENELEC og nýverið einnig ETSI. Evrópustöðlun á sviðinu byggir að verulegu leyti á alþjóðlegum grunnstöðlum. Á sl. ári var komið á skipulagi og verkaskiptingu hérlendis vegna aðildar íslands að ETSI (Evrópsku fjarskiptastaðlastofnuninni). ETSI var sett á stofn árið 1988, og hefur gert áætlun um útgáfu 1-200 staðla á ári, á öllum sviðum sem snerta fjarskipti á einhvern hátt. Samkomulag hefur nú verið gert við Póst- og símamála- stofnunina um aðildina ETSI og meðferð ETS-staðla. í apríl 1990 staðfesti STRÍ fyrstu 13 ETS- staðlana sem íslenska staðla Á árinu gerði STRÍ samstarfs- samning við ICEPRO, nefnd um verklag í viðskiptum. STRÍ átti þátt í að koma þeirri nefnd á fót á miðju ári 1989, og hefur hún nú sameiginlegan starfsmann með UT-staðlaráði. Markmið nefnd- arinnar er að koma á pappírs- lausum viðskiptum með aðstoð alþjóðlegra staðla. Á árinu var hafin regluleg útgáfa fréttabréfsins Viðskiptavakans sem starfsmaður STRÍ sér um. Einnig var komið á fót skipulögðu og skráðu safni gagna um skjalastaðla og pappírslaus viðskipti. íslenskir stafir í tölvum Vegna sérstöðu íslenskrar tungu tekur ráðið stöðugt þátt f starfi Evrópunefndar um stöðlun á stafatöflum (CEN/CLC/IT/WG/ CSC). Ráðið átti þátt í því að INSTA/IT stofnaði á árinu sérstakan norrænan hóp um stafa- töflur. Þessar tvær nefndir, bæði sú evrópska og sú norræna, funduðu hér á landi um miðjan júní. Var þetta fýrsti evrópski stöðlunarfundurinn sem haldinn var á íslandi. Evrópustöðlun þessi byggir á grunnstöðlum frá alþjóðlegri staðlanefnd um stafatöflur (ISO/ IEC/JTC1/SC2). STRÍ sendi í nóvember Jóhann Gunnarsson sem íslenskan fulltrúa á vinnu- fund í þeirri nefnd. Var þetta í fyrsta skipti sem fulltrúi fyrir ísland situr vinnufund í staðla- nefnd hjá ISO. Árangurinn af þessu starfi er sá, að tekist hefur að fá Frakka til að draga til baka tillögu sína að sérstökum "Evrópubandalags- staðli" um stafatöflur fyrir tölvur. Sú tillaga gerði ekki ráð fyrir íslenskum stöfum. Ef ekkert heíði verið að gert, hetðu íslenskir stafir orðið útundan í tölvu- samskiptum innan Evrópu. Ekki er þó nægilegt að stafatöflur leyfí íslenska stafí, ef aðrir staðlar nota ekki þessar stafatöflur. Fundist hafa a.m.k. 2 dæmi um Evrópustaðla sem ekki byggja á viðurkenndum stafatöflum. Sá fyrriQallarums.k. persónukort, og leyfir ekki annað en enska hástafi á segulrönd slíkra korta, sem ætlað er m.a. að auðkenna einstaklinga með þjóðleg nöfn. Sá síðari fjallar um gagnasend- ingar með FM-hljóðvarpi (s.k. Radio Data System) og notar "heimatilbúna" stafatöflu, sem ekki inniheldur alla íslensku stafina. Ráðið hefur rætt hugsanlegar leiðir til að tryggja betur að svona atriði uppgötvist tíman- lega. 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.