Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Page 31

Tölvumál - 01.04.1991, Page 31
Apríl 1991 router í Tölvuorðasafninu er routing, þ.e. "vfsun á leið sem skeyti getur farið til ákvörðunarstaðar" kallað beining. Sögnin to route væri þá að beina. En þá þarf einnig að þýða nafnorðið router sem er heiti á "hugbúnaði sem velur leið fyrir skeyti um net". Fyrsta tillaga okkar var að kalla router beini. Það er stutt og þjált orð. Enþáláðistokkur aðbeygja orðið í öllum föllum eintölu og fleirtölu. Þegar menn voru orðnir "sérfræðingar íbeinum" runnu á okkur tvær grfmur! Okkar næsta tillaga er því að kalla þetta verkfæri Idðstjóra. Routing gæti þá allt eins verið leiðstjórnþó að beining sé einnig vel nothæft. En sögnin verður eftir sem áður að beina. ómengandi í upphafi orðanefndafunda eru ýmis mái á dagskrá sem ekki heyra beinlínis undir verksvið nefndarinnar. Nýlega ræddum við um íslenskt heiti á því sem nú er oft kallað umhverfishollt eða umhverfisvænt. Okkur fannst eins og sumum öðrum, sem um þetta hafa fjallað, að þetta væru óheppileg orð. Ekki er um það að ræða að vörur eða efni bæti umhverfið heldur það að þau valda ekki umtalsverðum skaða. Okkur finnst því að ómengandi væri betra. Þetta er sett hér til umhugsunar. Eins og áður viljum við gjarna fá álit lesenda á tillögum okkar. Hringið, skrifið eða sendið tölvupóst! NordDATA'91 Munið 31 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.