Tölvumál - 01.07.1996, Page 15
Ekkert viðhald hjá Reiknistofu
bankanna!
Júlí 1996
Eftir B irg i Rafn Þráinsson
Undanfarið hefur verið unnið
í nokkrum vinnuhópum á kerfis-
sviði RB að gerð nýs kerfisþró-
unarlíkans (SDLC líkan') ásamt
mótun aðferða við beitingu þess
þarsem gamla líkanið sem byggir
á sœnskum staðli (SYS/RAS) var
löngu úrelt. I þessari grein er
stuttlega lýst tilurð og uppbygg-
ingu kerfisþróunarlíkans RB og
hvernig Lotus Notes er notað við
meðhöndlun og geymslu ýmissa
afurða hugbúnaðargerðarinnar.
Hjá Reiknistofu bankanna
(RB) hefur verið unnið að hugbún-
aðargerð fyrir banka og sparisjóði
í rúmlega tuttugu ár. Hugbúnaður
RB er byggður upp af mörgum,
nokkuð sjálfstæðum kerfum, sem
tengjast hvert öðru með einum eða
öðrum hætti. Aldur kerfanna er
misjafn, sum má rekja til upphafs-
ára RB, önnur eru ný. Eftir því sem
kerfunum fjölgar fer sífellt meiri
tími í breytingar eldri kerfa, sum-
um er stöðugt verið að breyta,
önnur breytast sjaldan.
Eðli breytinganna er einnig
mismunandi, sumar breytingarnar
felast jafnvel í því að kerfi er búið
til að nýju. í slíkum tilfellum er
samt sem áður talað um breytingu
kerfisins fremur en gerð nýs kerfis.
Þannig er oft skipt um haus og enn
oftar um skaft en alltaf er notand-
inn þó með sama gamla góða ham-
arinn!
Þegar unnið er að breytingum
kerfis er oft, meðvitað eða ómeð-
vitað, slakað á kröfum um form-
legar, skipulegar aðferðir við hug-
búnaðargerðina, ólíkt því þegar
um gerð nýs kerfis er að ræða. Þá
er hugtakið viðhald jafnan notað
um allt „klabbið“ og hverjum í lófa
lagið hvernig breytingarnar eru
framkvæmdar.
Nýtt kerfis-
þróunarlíkan
Snemma varð ljóst að þó ein-
stakar aðferðir mætti velja líkt og
„pakkalausnir“ varð að móta sjálft
kerfisþróunarlíkanið að þörfum
RB. Þar þurfti meðal annars að
taka tillit til þess skipulags sem RB
býr við. Þyngsta þrautin var þó að
koma fram með líkan sem hentar
jafn vel við gerð nýrra kerfa sem
og til breytinga á eldri kerfum, svo
sem þeirra sem getið er í upphafi
greinarinnar. Ekki þótti heppilegt
að hafa nokkur mismunandi líkön
eftir eðli kerfa eða umfangi breyt-
inga, fremur að hafa sveigjanleika
líkansins nægilegan til að því megi
beita í öllum kerfum, enda er upp-
bygging þeirra tiltölulega keimlík.
Nokkur þeirra líkana sem fjall-
að er um í fræðiritum og öðrum
skrifum voru skoðuð og valið að
leggja svokallað V-líkan til grund-
vallar þar sem reynt er að sann-
reyna sem best kröfur og hönnun
áður en miklum tíma hefur verið
eytt í útfærslu og prófanir. Reynt
er af fremsta megni að styðjast við
alþjóðlega staðla1 2 og hugmyndir
sóttar víða.
Við þann grunn voru tvinnuð
þau „góðu“ vinnubrögð sem við
höfum þegar tileinkað okkur og
reynt að sauma fyrir þau göt sem
„slæmu“ vinnubrögðin orsökuðu.
Þannig felur líkanið í sér endur-
skipulagningu á hugbúnaðargerð-
inni með ívafi fjölmargra núver-
andi vinnubragða, sem mótast hafa
afreynslunni.
Líkanið gerir ráð fyrir útgáfu-
stýrðri hugbúnaðargerð þar sem
gangsetning nýs kerfis markar
fyrstu útgáfu þess og allar breyt-
ingar sem á því verða eftir það fel-
ast í gangsetningu nýrra útgáfa.
Skýr munur er gerður á breytingu
(viðbót eða betrumbót) annars
vegar og galla (villu) hins vegar.
Til breytinga teljast allar breyting-
ar á samþykktri virkni kerfis, sama
hversu stórar eða smáar eða hvers
eðlis þær eru, jafnt vegna breyttra
þarfa eða lagabreytinga. Á milli
þess sem nýjar útgáfur kerfis eru
gangsettar verður notandi kerfisins
aðeins var við lagfæringar á göll-
um, hvort sem þar er um hönnunar
eða forritsvillur að ræða. Sam-
kvæmt þessu lýkur gerð kerfis
aldrei, hugtakið viðhald á því ekki
við og kemur ekki fyrir í þessu lík-
ani, ólíkt t.d. ISO stöðlum.
1 Software Development Life-Cycle Model
2 Svo sem ANSI/IEEE 830, ANSI/IEEE 1016, ISO 9001 og ISO 9000-3
Tölvumál - 15