Tölvumál - 01.07.1996, Qupperneq 21

Tölvumál - 01.07.1996, Qupperneq 21
Júlí 1996 sem eru lítil og lítið er um erfðir, þ.e.a.s. maður býr til hluti úr klös- um sem búið er að útfæra. Þegar verkefnin verða stærri er nauðsyn- legt að búa til eigin klasa og þá koma erfðir inn í myndina. Til þess að nota málið á skynsamlegan hátt er nauðsynlegt að læra það og þá sérstaklega það sem snýr að því hlutbundna. Hér á eftir má sjá brot úr kóda sem umhverfið býr til þegar Delphi er ræst. Þarna er verið að skilgreina klasann TForml og búa til hlutinn Forml sem er tilvik af þessum klasa. Þó að hlutir séu búnir til líkt og Forml hér fyrir ofan er ekki búið að smíða hlutinn. Hér er málið frábrugðið Turbo Pascal þar sem hlutir voru smíðaðir þegar þeir voru skilgreindir. Forml er í raun og veru bendir og þarf að kalla á smið klasans til að raun- verulegur hlutur verði til. Þó að Forml sé bendir þarf ekki að nota bendisrithátt þegar vísað er í að- gerðir og eiginleika formsins. Þetta og aðrar breytingar sem orðið hafa á málinu kallar Borland „The Del- phi Object Model“. Allir klasar í Delphi erfa frá TObject klasanum en þessi for- faðir allra klasa inniheldur eigin- leika eins og upplýsingar um tag. Þannig er hægt að skrifa þarna er vísað í hlutinn Sender og ef hann er tilvik af klasanum TButton eða afleiddum klasa þá er segðin sönn. Með þessu móti er hægt að grennslast fyrir um tegund hluta í keyrslu. Object Pascal er geysilega öfl- ugt forritunarmál og klasasafnið sem fylgir með Delphi hefur að geyma klasa sem auðvelda forrit- aranum lífið. Þó fer í taugamar á mér eftir áralanga veru í C og C++ að erfitt er að fá þýðandann til að samþykkja einfaldar aðgerðir á borð við minnisafrit- un á milli ó s k y 1 d r a svæða. Nýlega notaði ég til dæmis Win- Sock eininguna sem fylgir með Delphi en hún kallar á WinSock þjónust í Win- dows. Þegar ég reyndi að forrita líkt og ég var vanur í C / C++ gerði þýðandinn mér lífið leitt og þurfti ég að blekkja hann til að hann sam- þykkti kódann. Þetta telst þó til undantekninga og í flestum tilfell- um er maður þakklátur fyrir tag- meðvitaðan þýðanda. Gagnavinnsla Forrit sem skrifuð eru í Delphi geta eins og Turbo Pascal forrit unnið með taggerðar skrár og textaskrár. Að auki er hægt að nálgast gögn í gegnum BDE sem er skammstöfun á Borland Data- base Engine. í gegnum BDE geta forrit unnið beint með gögn á Para- dox og DBase formi eða farið áfram í gegnum ODBC að gögn- um. Borland hefur einnig upp á að bjóða SQL Link sem hægt er að nota frá BDE yfir í if Sender is TButton then type TForml = class(TForm) private { Private declarations } public { Public declarations } end; var Forml: TForml; gagnagrunna eins og Oracle. Mælt er með SQL Link í stað ODBC vegna hraða. Með í pakkanum eru verkfæri til að vinna með gögn og gagnagrunna en það er reyndar háð því hvaða útgáfa er keypt. Á mynd á næstu síðu má sjá skjá- mynd af Database Desktop en það forrit er þægilegt að nota til að smíða töflur og slá inn gögn. í Delphi forritum er hægt að setja gagnastýringar á form. Gagnastýringum má skipta í þrjá flokka. Það eru stýringar sem vísa í gagnagrunn, stýringar fyrir með- höndlun gagna á formi eins og innsláttarsvæði og flutningahnapp- ar og að lokum stýring sem er nefnd gagnauppspretta (Data Source). Gagnauppsprettan gegnir eingöngu því hlutverki að vera milliliður fyrir gagnavinnslustýr- ingar. Hægt er að kóda allt saman og nota hefðbundnar Windows stýringar en það er að sjálfsögðu meiri vinna. Aftur á móti hefur maður meiri stjórn yfir kódanum. Sérstakir klasar eru fyrir töflur og fyrirspurnir og er hægt að nota SQL skipanir í kódanum en það eykur hraða ef um ODBC tengingu er að ræða. Þegar nokkur form þurfa að nota sama gagnagrunninn er hagstætt að nota gagnaeiningu (Data Module). Hún hefur að geyma töflur og fyrirspumir og eru þær sýnilegar í öllum þeim form- um sem nota eininguna. Að lokum má nefna gagnaaðstoð eða „Data- Base Form Expert“. Með þessari aðstoð sem virkjuð er frá valmynd- inni er hægt að hanna alls konar glugga sem tengjast gögnum. Lokaorð Að velja þróunarumhverfi fyrir sig og sína er ekki létt og það getur reynst fyrirtækjum dýrkeypt að velja umhverfi við hæfi. Mitt ráð til fyrirtækja er að prófa sem flesta pakka þannig að þau geti sjálf val- ið það sem hentar. Ef notaðir eru pakkar eins og Delphi er nauðsyn- Tölvumál - 21

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.