Tölvumál - 01.07.1996, Qupperneq 23

Tölvumál - 01.07.1996, Qupperneq 23
Júlí 1996 Tillaga um MS nám í tölvunarfræði við Háskóla íslands Eftir Odd Benediktsson Tillögur þessar fjalla um að komið verði á laggimar 60 eininga „hefðbundnu“ MS námi í tölvun- arfræði við raunvísindadeild í tölv- unarfræðiskor. Tillögumarbyggja á tillögum sem Starfshópur um stuðning við hugbúnaðariðnað lagði fram fyrr í vetur. í starfs- hópnum eru Auðun Sæmundsson, Friðrik Sigurðsson, Oddur Bene- diktsson (formaður) og Sveinn Þorgrímsson. Hópurinn starfar á vegum iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis. íslenskur hugbúnaðariðnaður íslenskur hugbúnaðariðnaður er einn af vaxtarbroddunum í há- tækni hér á landi eins og annars staðar á vesturlöndum. í Samtök- um Islenskra Hugbúnaðarfyrir- tækja eru nú 25 fyrirtæki með nær 300 starfsmenn alls. En alls starfa á að giska 1200 manns við hug- búnaðargerð og þjónustu á íslandi. Útflutningur á hreinum hug- búnaði er áætlaður um 300Mkr árið 1995 og um lOOOMkr með útflutningi Marels. Hugbúnaðar- gerð er eina hátæknisviðið þar sem stöðug eftirspurn virðist vera eftir háskólamenntuðu fólki. A meginlandi Evrópu þekkist varla að háskólamenntun ljúki með þriggja ára BS prófgráðu. Til þess að teljast full menntað þarf fólk að hafa lokið MS eða sambærilegu námi. Þörf á MS í tölvunarfræði Útskrifaðir tölvunarfræðingar eru nú um 340 og um 20 útskrifast árlega. Meirihluti útskrifaðra tölv- unarfræðinga starfa við hugbúnað- argerð. Einungis fáir þeirra hafa framhaldsmenntun. Ætla má að 300-400 verkfræðingar, stærð- fræðingar og annað tæknimenntað fólk starfi á þessum vinnumarkaði. Félag tölvunarfræðinga gekkst nýverið fyrir könnun á áhuga fél- agsmanna á framhaldsnámi. Alls 53 svöruðu og höfðu 47 (89%) áhuga á að sækja slíkt nám ef boð- ið væri upp á það hérlendis en 17 (32%) ef þyrfti að fara til útlanda. Ætla má að yfir 600 manns hefðu nú áhuga á MS námi í tölv- unarfræði. Meginþörfin er fyrir almenna framhaldsmenntun og rannsókna- tengt nám. Einnig er þörf fyrir endurmenntun hjá eldri starfs- mönnum til endumýjunar á þekk- ingu. Nemendur í MS verkefnum munu færa auknar rannsóknir og þróunarvinnu inn í fyrirtækin. Mikil þörf er fyrir það. MS nám myndi einnig styrkja BS námið í tölvunarfræði sem og rannsóknir í Raunvísindadeild. Auk þess má ætla að aðrir nemar í MS námi í Verkfræði- og Raun- vísindadeild gætu haft áhuga á að sækja námskeið í MS tölvunar- fræðináminu. Það skal tekið fram að fram- haldsnám erlendis mun eftir sem áður gegna veigamiklu hlutverki. Frh.á næstu síðu LlíILÖLIí li.LÍ LtLÖ.UÍQl Bay Networks Ee<: 7 7 VV

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.