Tölvumál - 01.03.1998, Síða 11
TOLVUMAL
m.
lega og hraðvirka lausn, sem ekki
kostar of mikið, því 15-20 sek-
úndur þykja orðið heil eilífð í nú-
tíma tölvusamskiptum.
Staðgengilsvinnsla
Eins og fyrr segir er tenging ffá
heimildagjafabúnaðinum til höf-
uðstöðva Visa í Englandi, m.a.
vegna staðgengilsvinnslu fyrir
Electron kort. Staðgengilsvinnsla
er það þegar heimildargjafakerfi í
stórtölvu RB er einhverra hluta
vegna ekki starfandi og leita þarf
til varakerfa til að fá svör við
heimildarbeiðnum. Vegna Maestro
korta, sem eru frá EUROPAY,
þurfa posarnir að hringja í vara-
númer til að leita heimilda ef það
tekst ekki í RB. Staðgengils-
vinnsla þessi er nokkrum tak-
mörkum háð, enda hafa stað-
genglar ekki aðgang að stöðu
reikninga þótt þeir hafi aðgang að
svörtum listum yfir stolin og glöt-
uð kort og þessháttar. Af þessum
ástæðum fá margar tegundir sí-
hringikorta enga þjónustu þegar
þetta ástand ríkir.
DK-uppgjör
Eins og fyrr segir þá er inn-
hringihlutfall í Debetkortakerfinu
kringum 45%. Það þýðir að ekki
er leitað beinlínuheimilda fyrir
meirihluta færslna. Engu að síður
þarf að koma þessum færslum til
skila til að skuldfæra korthafa og
svo söluaðilar fái eitthvað fyrir
sinn snúð. Posar og kassakerfi
safna því öllum færslum saman
og senda til RB við uppgjör í
svokölluðum bunkum. Oftast ger-
ist það í lok hvers dags, en dæmi
eru um söluaðila sem senda
sjaldnar eða gera upp kassana á
öðrum tímum.
Safntölvur
I RB eru staðsettar safntölvur,
sem taka við þessum bunkum og
hafa milligöngu um að koma
þeim áfram til stórtölvunnar og
þaðan inn í DK-uppgjörið og inn í
færslukerfi kreditkortafyrirtækj-
anna. Þetta er svokallaður
MACHS-búnaður, en um hann
gildir það sama og um VAP-bún-
aðinn, að hann er í eigu Visa
International, en er leigður og
þjónustaður af RÁS-þjónustunni,
þótt daglegur rekstur sé í höndum
RB.
Pörun
Höfuðhlutverk runuvinnsl-
unnar, sem fer fram í RB að
kvöldi klukkan 22:00 sex daga
vikunnar, er að para saman færsl-
ur í innsendum bunkum við
heimildarfærslur sem þegar hafa
borist og bóka þær færslur sem
ekki hafa þegar verið bókaðar. Lit-
ið er á uppsöfnunarfærslurnar í
innsendum bunkum sem staðfest-
ingu á heimildarbókun og þess-
vegna getur þurft að bakfæra
heimildarfærslur, þegar ekki berst
nein staðfestingarfærsla innan
níu daga frá viðkomandi söluað-
ila. Ákveðið hefur verið að stytta
þennan tíma úr níu dögum í þrjá
fyrir innlendar færslur, en fimm
daga fyrir erlendar.
Uppgjör
Einnig býr DK til innborganir
til söluaðila vegna færslna í inn-
sendum bunkum, en þeir fá upp-
gert samdægurs og innlagt á
reikninga sína að kvöldi, sem ku
vera nánast einsdæmi í heimin-
um. Þykir mörgum sjálfsagt að
borga fyrir slíka þjónustu og losna
að auki við tímafreka og kostnað-
arsama talningu og umsýslu pen-
inga og ýmislegt það sem þeim
fylgir. Ljóst er þó að ekki eru allir
söluaðilar á þeirri skoðun eins og
dæmin sanna.
Bókun
Sjálf bókun færslnanna fer
fram í Innlánakerfinu, en það er
kerfið sem sér um bókun á við-
skiptareikninga og hefur gert nán-
ast frá stofnun RB árið 1973, en
hét reyndar AH-kerfi þá (Ávísana
og hlaupareikningskerfið). Einnig
er úrvinnslna og afstemming
færslna sem berast erlendis frá
fyrirferðarmikil, en notkun Debet-
korta erlendis er sívaxandi.
Erfiðleikar síðustu mánaða
Seinni hluta síðasta árs 1997
var RB nokkuð á milli tannanna á
fólki, kaupmönnum og fjölmiðl-
um vegna erfiðleika af ýmsu tagi,
sem oft lýstu sér í vandamálum í
heimildagjafakerfi DK. Ekki verð-
ur farið ofan í saumana á þeim
hér, en einungis minnt á að eins
og fram kemur hér að framan þá
er búnaðurinn sem myndar
Debetkortakerfið fjölbreyttur;
posar og kassakerfi, tengdir al-
menna símakerfinu eða gagnanet-
inu, heimildagjafatölvur og safn-
MARS 1998 -11