Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 14

Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 14
TOLVUMAL þetta efni. Ég vil hvetja menn til að kynna sér þetta rit. Þó að ég hafi hér aðeins drep- ið á í hverju vandinn sé fólginn, og á þá vinnu og fjármuni sem þarf til að leysa hann, vil ég ein- dregið hvetja alla þá sem fara með yfirstjórn á upplýsinga- og tölvu- tæknimálum, að þeir láti, hver í sínu fyrirtæki, fara fram úttekt á því hver sé staða þessara mála hjá þeim nú, og í kjölfar þeirrar út- tektar sjái þeir síðan um að sett verði upp raunhæf tímasett áætl- un um hvernig staðið verði að lausn þessa vanda. Ekki er ólíklegt að við slíka út- tekt komi í sumurn tilfellum upp spurningin um hvort ekki sé rétt að koma upp nýju kerfi, í stað þess gamla, og leggja frekar vinnu í endurhönnun verk- og vinnu- ferla en lagfæringar og endurbæt- ur á gömlu kerfi. (A ensku: Reengineering eða business process redesign). Slík spurning á fullan rétt á sér, en því aðeins ef menn eru reiðubúnir að vanda vel til endurhönnunar á verk- og vinnuferlum, en varla ef nýju kerfi er ætlað að verða nánast spegilmynd af því eldra, því vel unnin endurhönnun verk- og vinnuferla ætti ávallt að vera undanfari uppsetningar á nýjum kerfum. Ég vil enn og aftur vekja at- hygli manna á því hversu mjög rekstur fyrirtækja byggir orðið á tölvukerfum, og hversu háð þau eru því að þeirra tölvukerfi virki nánast hnökralaust, en það er ekki nóg að menn líti aðeins til sinna eigin tölvukerfa, heldur er einnig nauðsynlegt að gengið sé úr skugga um að öll samskipti við önnur tölvukerfi, jafnt innlend sem erlend, séu og verði örugg, og skili réttum færslum og niður- stöðum þegar nota þarf ártalið 2000. I hinni hröðu þróun alþjóð- legra viðskipta, sem á mörgum sviðum skiptir okkur Islendinga meira máli en flesta aðra, verða tölvukerfin sífellt mikilvægari, og í ljósi þess hversu mjög alþjóðleg viðskipti byggja á háþróaðri tölvu- og fjarskiptatækni, verða íslensk fyrirtæki að halda vöku sinni á því sviði. Það getur skipti sköpum fyrir þau að vel takist til með lausn, ekki aðeins þessa ár 2000 vanda, heldur einnig að þau fylgist vel með öllu sem á því sviði er að gerast, því ef það er ekki gert getur það verulega ógnað þeirri stöðu sem þau hafa í dag. Því er það, að vegna síaukins mikilvægis sem upplýsinga- og tölvutæknimálin hafa hjá hverju fyrirtæki, verður yfirstjórn þeirra að vera í höndum æðstu stjórn- enda, þar sé stefnan mörkuð, og þar liggi ábyrgðin, og því munu vaxandi kröfur verða gerðar til þeirra um nauðsynlega þekkingu á þessum málum. Það er kannski ekki viðeigandi svona í lokin á þessu spjalli míni, og mitt í allri umræðunni um mikið góðæri, að minnast á að í skýrslu frá hinu virta ameríska fyrirtæki Gartner Group, segir að eftir að árið 2000 er gengið í garð, séu umtalsverðar líkur á efna- hagslegri niðursveiflu, sem komi til að rnestu leyti vegna þess hver- su mjög vanti á að búið sé að leysa ár 2000 vandann í tölvu- kerfum. Ég vil að endingu vona að ís- lensk fyrirtæki verði á meðal þeir- ra sem hvaða besta einkunn fá, vegna þess að þau tóku á vandan- um í tíma, og unnu skipulega að lausn hans. Jakob Sigurðsson er heiðurs- félagi í Skýrslutæknifélagi íslands. Aðalfundur Skýrslutæknifélagsins Aðaliundur Skýrslutækniiélagsins var haldinn 13. iebrúar 1998 og var dagskrá með heiðbundnum hætti. Stjórnar- og neindakjör iór iriðsamlega iram að venju og urðu helstu breytingar þær að úr stjórn ióru Haukur Oddsson, sem heiur verið iormaður í þrjú ár, Lauiey Erla Jóhannesdóttir, Douglas Brotchie og Gunnar Sigurðsson. í stjórn Skýrslutækniiélags íslands 1998 eru: Óskar B. Hauksson, Eimskipaiélagi íslands hi., iormaður Eggert Ólaisson, Borgarverkiræðingsembættinu, varaiormaður Ingi Þór Hermannsson, EAN á íslandi, ritari Steián Kjærnested, Skýrr hi., gjaldkeri Heimir Sigurðsson, Olíuiélaginu hi., meðstjórnandi Hulda Guðmundsdóttir, Tölvudeild Ríkisspítala, meðstjórnandi Magnús Sigurðsson, Landsteinum ehi., varamaður Sigríður Olgeirsdóttir, Tæknival hi., varamaður Gísli Ragnarsson, sem verið hehir ritstjóri Tölvu- mála, baðst undan endurkjörí. Aðalíundur kaus nýjan rítstjóra Tölvumála, Agnar Bjömsson, Skýrr hi. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á aðaliundi. 14- MARS 1998

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.