Tölvumál - 01.03.1998, Page 21

Tölvumál - 01.03.1998, Page 21
T 0 L V U Á L ar sem var opnaður 15. nóv. sl. Sigurður Jónsson frá Arnarvatni, sem var þá starfsmaður Baldurs, tölvuskráði allt efnið í fyrstu út- gáfunni. Vinna við fyrstu útgáfu Tölvu- orðasafnsins varð grunnur að því sem á eftir kom. Það hafði alltaf verið ætlun nefndarmanna að gefa út stærra rit og hafa þá skil- greiningar með. En okkur var ljóst að til þess að geta gert það þyrfti einhver að geta unnið við verkið samfellt í nokkurn tíma. I lok árs 1984 var ég ekki í fastri vinnu og tók mér það fyrir hendur að sann- færa stjórnarmenn í Skýrslu- tæknifélaginu um að þeir ættu að útvega fjármagn til þess að hafa mig í vinnu í tvö ár við að setja saman nýja bók með skilgreining- um. Það tókst að safna nægilegu fé og ég vann við verkið ásamt Kristínu Bjarnadóttur í tæp tvö ár. Samkvæmt sérstökum samningi við íslenska málnefnd fengum við vinnuaðstöðu í íslenskri málstöð. Hlutverk orðanefndarinnar var eins og áður að finna heitin en rit- stjórinn átti að þýða eða semja skilgreiningar og koma bókinni saman að öðru leyti. En það er tvennt ólíkt að finna heppileg heiti fyrir hugtök og að skilgreina þau svo að vel fari. Fyrstu tilraun- irnar við skilgreiningasmíðina voru ekki mjög burðugar. I mörg- um tilvikum þurfti að búa til nýtt orðalag. Þarna var verið að fjalla um tækni sem ekki hafði verið skrifað mikið um á íslensku fyrr. Ég byrjaði á því að skrifa uppkast að þýðingu og svo kom Kristín og spurði hvað þetta þýddi eigin- lega. Þegar ég var búin að útskýra það í venjulegu máli var stundum auðveldara að orða þá hugsun skýrar. Þegar ég var að vinna við þriðju útgáfuna sá ég hversu vel þessi aðferð okkar Kristínar hafði reynst og hversu mikið Kristín átti í skilgreiningunum. Þegar staðlinum sleppti var leitað í ótal- margar erlendar tölvuorðabækur. Einnig var notað efni sem orða- Sigrún Helgadóttir, nýkjörin heiðursfélagi í Skýrslutækni- félagi Islands. Frásögn Sigrún sjálfrar í þessari grein lýsir því best hvers vegna stjórn fé- lagsins þótti ástæða til að sæma hana þessum titli. nefndinni barst frá áhugasömum tölvunot- endum og efni sem við tíndum úr íslensku og er- lendu kynningarefni. Önnur útgáfa varð að lokum 207 blaðsíðna bók með um 2600 hugtökum, um 3100 íslenskum heit- um og nær 3400 enskum heitum. Kristín Bjarna- dóttir sá um alla tölvu- skráningu og las prófark- ir og Magnús Gíslason sá um tölvuvinnslu eins og áður. Það var mikið átak að ljúka annarri útgáfu, bæði fyrir nefndina og stjórn félagsins. Nefndin hélt þó áfram að halda fundi. Afgreidd voru erindi frá áhugasömum tölvunotendum eins og áður og við reyndum að fylgjast með því efni sem kom frá Alþjóðlegu staðlasamtökunum. Formaður skrifaði einnig pistla í Tölvumál til þess að kynna það sem nefnd- in var að vinna við. Nefndar- mönnum var ljóst að önnur bók kæmi ekki út nema við gætum ráðið ritstjóra. Stjórn Skýrslu- tæknifélagsins skipaði fram- kvæmdanefnd til þess að vinna að málinu og voru í henni Heimir Sigurðsson, Douglas A. Brotchie og ég sjálf. Sumarið 1995 var svo komið að framkvæmdanefndin treysti sér til þess að hefjast handa. Styrkur hafði þegar fengist árið 1993 frá Ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál (RUT) til þess að vinna að endurskoðun Tölvuorðasafnsins. Auglýst var eftir ritstjóra og stjórn félagsins hóf fjársöfnun. Stefán Briem eðl- isfræðingur var ráðinn ritstjóri og hóf hann störf í lok ágúst 1995. Og aftur var gerður samningur við Islenska málnefnd um að ritstjór- inn fengi vinnuaðstöðu í íslenskri málstöð í Aragötu 9. Það var mikið happ að fá Stef- án Briern til þess að starfa með nefndinni. Hann er í fyrsta lagi einstaklega elskulegur og kippir sér ekki upp við smámuni og brosir þessu yndislega brosi á hverju sem gengur. Þá hefur hann óslökkvandi áhuga á vélrænum þýðingum. Hann tók fljótlega til við að beita vélrænum þýðingum á skilgreiningar í staðlinum sem við höfum alltaf haft til viðmið- unar. Að sjálfsögðu þarf að um- skrifa texta sem er þýddur á þann hátt en þýðingar á helstu íðorðum í skilgreiningum liggja fyrir og þessi vinnubrögð spara tíma. Stefán sá einnig um alla tölvu- skráningu og tölvuvinnslu. Hann vann m.ö.o. verk mitt, Kristínar og Magnúsar Gíslasonar ef miðað MARS 1998 - 21

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.