Tölvumál - 01.05.1999, Qupperneq 10
Landkönnuður
7/7 jbess að það
blómstri einhvers
konar tölvuvinna í
skólum þá þurfi að
vera einhver sem er
ráðgjafi
Ekki hafa allir
kennarar sama
viðhorf til starfsins
og sá sem er
frumkvöðull er
óvenjulega
nýjungagjarn
svo á að þessi sigling eigi að vera
skemmtileg. Honum frnnst að ferða-
mennimir eigi að upplifa ævintýri á
siglingunni. Honum tekst af og til að telja
skipstjórann á að lána sér bát og fær
stundum með sér einhvern úr áhöfninni til
að bjóða ferðamönnunum í landkönnunar-
leiðangur.
Það finnast stundum athyglisverðir
staðir, og hópur landkönnuðarins nær
stundum athygli fjölmiðla heimsins fyrir
bragðið. En það verður yfirleitt ekkert úr
frekari landkönnun vegna þess að skip-
stjórinn, áhöfnin og stór hluti ferðamann-
anna líta ekki svo á að skipið sé land-
könnunarskip. Fyrir flesta er aðalatriðið
að halda áætlun og skila farþegunum af
sér í næstu höfn.
Áhöfnin lítur ekki á það sem sitt
hlutverk að fara að æða með ærinni fyrir-
höfn úr alfaraleið sem enginn veit hvar
muni enda. Áhöfnin og flestir ferðamann-
anna leggja mest upp úr örygginu. Þessar
bátsferðir með landkönnuðinum stefna
óneitanlega öryggi ferðamannanna í voða
segja þeir. Hann leggur stundum í ferð-
imar með tæki sem eru langt í frá tilbúin
til notkunar. Þess vegna eru þeir frekar
pirraðir yfir óvissuferðum landkönnuðar-
ins og eru lítið fyrir að hrósa honum fyrir
afrekin þó svo að þau veki í bland heims-
athygli.
Ymislegt í viðtali mínu við
frumkvöðulinn virðist mér geta stutt það
að þessi líking eigi við.
Að nýta reynslu
frumkvöðlanna
Frumkvöðullinn á erfitt með að skilja
áhugaleysi samkennara sinna sem hún
upplifir ýmist sem tómlœti eða amasemi
sem lýsir sér í nöldri. Tómlœtið kemur
fram í áhugaleysi á því að láta svo li'tið að
skoða það sem hún hefur unnið að með
nemendum sínum og allur heimurinn
getur þess vegna séð á Internetinu.
Ekki hafa allir kennarar sama viðhorf
til starfsins og sá sem er frumkvöðull er
óvenjulega nýjungagjarn. Og óneitanlega
leggur frumkvöðullinn stundum upp í
ferðir sínar afmeira kappi en forsjá og
stundum er auðvelt að skilja þá sem ekki
eru tilbúnir aðfylgja.
í viðtölunum kemur ekki fram að unnið
hafi verið að þróun tölvunotkunar
samkvæmt stefnu, þvert á móti virðist
frumkvöðullinn fá stuðning skóla-
stjórnenda til að fara sínar eigin leiðir og
gera þær tilraunir sem hún er tilbúin til að
leggja á sig, stundum með styrki í
þróunarverkefni til stuðnings.
Sömuleiðis virðast hugmyndir þær sem
hún vinnur eftir vera alfarið hennar eigin
en ekki unnar í neinu samstarfi við
samkennarana.
Frumkvöðullinn hefur velt fyrir sér
hvemig eigi að vinna til að fá fleiri
kennara til þess að taka þátt í tilraunum
með upplýsingatækni í skólunum.
...ég held að til þess að það blómstri
einhvers konar tölvuvinna í skólum þá
þurfi að vera einhver sem er ráðgjafi, -
ekki tæknilegur ráðgjafi [...] heldur sé ein-
hver kennari sem þekkir þennan miðil
þokkalega vel og hefur langa reynslu af
kennslu, [...] sem geti t.d. sest niður með
kennurunum og spjallað bara um það
hvernig væri hægt að nota tölvur, [...] bara
að leita eftir hugmyndum og hjálpa fólki
síðan til að framkvæma hugmyndirnar.
Ekki að stýra neinu, [...] en væri svona
hvetjandi [...] og ég mundi sem sé gjarna
vilja fara í slíkt starf.
Það hefur líka vakið til umhugsunar urn
hvernig þurfi að standa að hlutunum að
fylgjast með áhugasömum frumkvöðlum
vítt og breitt um landið sem hafa lagt sig
fram á undanförnum árum en svo virðist
sem ekki bætist nýjir kennarar í þann hóp.
Þetta er alltaf sama fólkið, þetta eru
alltaf sömu frumkvöðlarnir sem eru alltaf
að vinna þetta í aukavinnu af hugsjón. Þeir
fara að brenna út. ...ég hef alltaf þurft að
bæta þessu ofan á aðra vinnu.
Líklega eru bæði frumkvöðlamir og
skólastjóramir komnir með nógu mikla
reynslu til að geta farið að draga af henni
lærdóma.
Saga frumkvöðuls á íslandi í
fræðilegu samhengi
Nú er forvitnilegt að bera þessa sögu
saman við erlendar rannsóknir á þessu
sviði en um þessar mundir er mjög mikið
skrifað um niðurstöður rannsókna á sviði
10
Tölvumál