Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Page 12

Tölvumál - 01.05.1999, Page 12
Landkönnuður huga að tækjum og hugbúnaði en smám saman er sjónum beint að hvernig nýta megi tæknina í þágu námsmarkmiða. A þriðja þrepi er tæknin orðin eðlilegur hluti af starfi stofnunarinnar og að því skal stefnt. Til að þoka þessari þróun áleiðis verður að greina stöðu kennara og átta sig á að þeir þurfa stuðning til og að nauðsynlegt er að skapa umhverfi sem styður þá með ráðgjöf. Ráðgjafmn þarf að vinna að því að skapa tengsl milli námskrármarkmiða og viðeigandi tölvutækni og ganga jafn- framt út frá persónulegri reynslu kennar- ans. Sú aðferð sem best hefur reynst eru óformlegar samræður sem felast í því að ráðgjafinn hlustar og gefur góð ráð (Davis. 1997. 256). Ef rannsókn mín er mátuð við þessar hugmyndir er greinilegt að frumkvöðull- inn íslenski hefur tekið þátt í fyrsta þrepi sem frumkvöðull en er nú að færa sig yfir á annað þrep þar sem hún leggur áherslu á hlutverk stjórnenda og ráðgjafa og hefur hug á að nýta reynslu sína sem frum- kvöðull í hlutverk ráðgjafa. Hugmyndir hennar um hlutverk ráðgjafa sýnist mér fara alveg saman við þær hugmyndir sem Nikis Davis lýsir. Ef áhöfnin á skólaskipinu hefur orðið sammála um hvert á að að setja stefnuna og skipstjórinn tekur það hlutverk sitt alvarlega að halda kúrsi og hefur auk þess ákveðið að ráða landkönnuðinn til að vera leiðsögumaður um borð þá er von til þess að ferðin geti orðið bæði skemmtileg og lærdómsrík og að ef til vill verði ný lönd numin. Þuríður Jóna Jóhannsdóttir Heimildir Cuban, Larry. 1993. Computers Meet Classroom. Classroom Wins. Teachers College Record, 95(2): 185-210 Davis, Niki. 1997. Strategies for staff and institution- al development for IT in education. An integrated approach. Using Information Teclmology EJfeclively in Teaching end Learning. 255-268 I krafti upplýsinga. Tillögur mennlamálaráðuneytis- ins um menntun, menningu og upplýsingatækni 1996-1999. 1996. Saye, John. 1997. Technology And Educational Empowerment: Students 'Perspectives. Educational Teclinology Research and Developnient 45 (2):5-25 Þuríður Jóna Jóhannsdóttir. 1998. Landkönnuður um borð í skólaskipi. Rannsókn ú sögu frumkvöðuls í notkun upplýsingatœkni íframhaldsskólum á Islandi. Verkefni í aðferðafræði rannsókna - eigindlegar rannsóknir, í Kennaraháskóla íslands á haustmisseri 1998. Kennari Guðrún Kristinsdóttir, lektor. (ekki útgefin) 12 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.