Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Qupperneq 15

Tölvumál - 01.05.1999, Qupperneq 15
 2000 vandinn 2000 villur í íslenskum hugbúnaði Ágúst Úlfar Sigurðsson Mikið hefur verið rætt og ritað um ártalið 2000, hvað getur gerst í tölvukerfum heimsins og hverjar afleiðingamar kunna að verða. I stað þess að bæta við enn einum lang- hundinum finnst mér nú korninn tími til að safna saman staðreyndum um það hvaða forritsvillur vegna ártalsins 2000 hafa raunverulega fundist í íslenskum forritum. Ég hef tekið saman meðfylgjandi lista yfir tegundir af villum sem ég hef fundið í forritum og lagfært á mínum vinnustað við yfirferð vegna ársins 2000. Villuflokkunum hef ég gefið heiti eða gælunöfn og læt svo örstutta lýsingu fylgja. Talan í fjöldadálkinum mun sýna hversu margir aðilar hafa tilkynnt urn hverja einstaka villutegund. Ef þið, lesendurTölvumála, sendið mér lýsingu á forritavillum vegna ársins 2000, sem þið fmnið sjálf eða sjáið hjá sam- starfsfólki ykkar, þá mun ég flokka þær og bæta inn í töfluna. Taflan verður síðan birt í hverju hefti Tölvumála fram til ársins 2000, öllum lesendum til fróðleiks. Athugið að ég heiti fullri þagmælsku ' um það hverjir tilkynna um villur og í hvaða kerfum þær fundust. Því munu upplýsingar sem þið sendið mér um þetta hvorki skaða ykkur, vinnuveitendur ykkar né umbjóðendur á neinn hátt. Tilkynningamar má senda á tölvupósti til agust.ulfar.sigurdsson@sedlabanki.is eða til ritstjóra Tölvumála. Ágúst Úlfar Sigurðsson er deildarstjóri við hugbúnaðargerð Seðlabanka Islands og stjórnar undirbúningi þar vegna ártalsins 2000 Heiti villu Örstutt lýsing á villunni Fjöldi N ítj ánhundruðog Fjögurra stafa ártal var myndað með því að skeyta 19 framan við 2 stafa ártal 1 Dagsprófun Prófun á (innsleginni) dagsetningu hafnaði 29. feb.2000 1 Dagarímánuði Fomt sem skilar dagafjölda mánaðar taldi 28 daga í febrúar árið 2000 1 Tímabil Forrit sem reiknar dagafjölda milli tveggja dagsetninga hljóp yfir 29. febrúar 2000 1 Gærdagurinn Forrit sem fær senda dagsetningu og skilar næsta degi á undan vann ekki rétt á 1.1.2000 1 Kennitöluprófun Forrit sem vartöluprófar (innslegna) kennitölu leyfði 8 og 9 en ekki 0 í aftasta sæti hennar 1 Tölvumál 15

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.