Tölvumál - 01.05.1999, Síða 22
Skólasöfn
Það er verulegt
áhyggjuefni hve
margir skólar fá enga
skipulega þjónustu
hvorki frá skólasafni
eða almennings-
bókasafni en jbó
virðast
framhaldsskólarnir
mun betur settir en
grunnskólarnir
Tölvukerfi Grunnsk. Frh.sk.
96-97 97-98
Fengur 28 1 29
Embla 9 3 12
Micromark 7 6 13
Metrabók 6 18 24
Bókasafnskorn 4 - 4
FilemakerPro 3 - 3
Fróði 1 - 1
Bókver 1 - 1
Bókvís 1 - 1
Bókaormurinn 1 - 1
Clariswork 1 - 1
Excel 1 - 1
Ordo 1 - 1
Hannað f. skóla 1 - 1
Já 2 - 2
Alls 67 28 95
í Ársskýrslunum kemur ekki fram tölvu-
eign skólasafna, tenging við staðarnet eða
Internet en vísbendingar um það má finna
í tveim könnunum sem gerðar voru 1996-
97. Jóhann Ásmundsson gerði könnun um
tölvur í grunnskólum í tengslum við end-
urskoðun námskrárinnar og þar kom fram
að rúmlega 60% grunnskóla væru með
tölvuver og um 45% með staðarnet. Um
80% skóla áttu margmiðlunartölvur og um
80-90% voru með tengingu við Internetið
í tölvuverum, kennslustofum eða á kenn-
arastofum. Því miður var ekki spurt um
tölvur eða tengingar á skólasöfnunum
sérstaklega, en það hefði verið ákaflega
fróðlegt að sjá það í þessum samhengi.
í könnun sem Þórdís T. Þórarinsdóttir
gerði 1996 um bókasöfn í framhalds-
skólum, kom fram að á höfuðborgarsvæð-
inu höfðu öll söfnin tölvuvæðst og hafið
tölvuskráningu safnkostsins en á lands-
byggðinni höfðu um 64% safnanna hafið
tölvuskráningu. Þessi tala hefur væntan-
lega hækkað nokkuð og einhver söfn lokið
við að skrá safnkost sinn nú.
I könnun hennar kom einnig fram að
milli 80 og 90% bókasafnanna áttu
margmiðlunartölvur og gera má ráð fyrir
að í dag séu öll þessi söfn með slíkan
búnað. 40% safnanna á höfuðborgar-
svæðinu voru með Internetteningu 1996
en 60% á landsbyggðinni. Þessar tölur
hafa væntalega einnig breyst og mín til-
finning er sú að flest öll söfnin búi nú að
Internettengingum. Þá var einnig kannað
hvort bókasöfn framhaldsskólanna væru
tengd við staðarnet skóla sem höfðu slíkt
og voru um 60% þeirra tengd við staðar-
net. Það er einnig gríðarlega mikilvægur
punktur því nauðsynlegt er að veita
aðgang að skrám bókasafnsins í öllum
nettengdum tölvum innan hvers skóla.
Tölurnar eru frá sitt hvoru árinu og gefa
okkur einungis vísbendingu um hvernig
hlutirnir líta út. En í stuttu máli má lesa
má úr þeim að:
- stór hluti grunnskóla og nokkiir
framhaldsskólar hafa ekkert eða óvirkt
skólasafn
- einungis hluti skólasafna hefur skráð
safnkost sinn í tölvukerfi
- skólasöfn eru ekki endilega tengd
staðameti eða interneti
Hvað þarf að gera?
Ef ég reyni að draga saman þau atriði
sem mér finnst að mætti bæta, þá kalla ég
á einhverskonar praktíska stefnumörkun
af hálfu opinberra aðila, menntamálaráðu-
neytis og sveitarfélaga. Það er verulegt
áhyggjuefni hve margir skólar fá enga
skipulega þjónustu hvorki frá skólasafni
eða almenningsbókasafni en þó virðast
framhaldsskólarnir mun betur settir en
grunnskólarnir.
Viðmið - Staðlar
Eg tel nauðsynlegt að sett verði einhvers
konar viðmið eða staðlar fyrir skólasöfn. I
ritinu íkrafti upplýsinga er fjallað um
skólasöfn sem upplýsingamiðstöðvar og
síðan segir:
„Gera þarf áætlun um hvernig hægt
verði að byggja upp skólasöfn þannig
að þau geti sinnt þessu hlutverki sínu.“
(s. 18)
Vinna við þessa áætlun hefur enn ekki
farið af stað en ég álít að það mundi auð-
velda okkur starfið mikið að hafa slíka
áætlun. Þá vildi ég gjarnan sjá einhvers
konar viðmiðunartölur um rekstur safn-
anna, safnkost, starfsfólk, húsnæði,
tölvubúnað o.fl. Aðrar þjóðir hafa sett sér
slík viðmið og hefur það þótt gefast vel og
ég er þess fullviss að hefði þetta verið gert
hér á landi fyrir 15-20 árum, þá væri land-
slagið allt annað í dag. Einungis í
Reykjavík hefur verið markviss upp-
bygging og stuðningur við skólasöfnin á
22
Tölvumál