Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Síða 28

Tölvumál - 01.05.1999, Síða 28
Að tölvuvaeða grunnskóla Að tölvuvæða grunnskóla Birgir Edwald Starfsaðferðir þeirra sem við skólann starfa hafa lítið breyst á undanförnum árum. Því er ekki að leyna að tölvur hafa haldið innreið sína í grunnskólana en enn sem komið er hafa þær að stærstum hluta verið notaðar til að kenna á þessa nýju tækni Þegar bornar eru saman þær breyt- ingar sem átt hafa sér stað undan- farin ár á vinnuaðferðum í fyrirtækjum og stofnunum annars vegar og innan grunnskólans hins vegar kemur í ljós að mikill munur er á. Það er í raun sama hvert litið er, alls staðar hafa átt sér stað róttækar breytingar á vinnuaðstöðu og vinnuferlum mikils hluta starfsmanna. Starfsfólk banka, tryggingafélaga, sölu- menn framleiðslu- og innflutningsfyrir- tækja, afgreiðslumenn á bensínstöðvum, lagerstarfsmenn svo og auðvitað allir þeir sem eitthvað hafa með fjármálastjórn og bókhalda að gera hafa tekið í notkun nýja tækni við störf sín. Sú nýja tækni hefur gert þeim kleift að auka afköst og stækka verksvið sitt umfram það sem áður var mögulegt. Sá sem tekur á móti pöntunum viðskiptavina sér nú einnig um að skipu- leggja framleiðsluferli, afgreiða pantanir, uppfæra stöðu viðskiptavina í bókhaldi fyrirtækisins og svo mætti lengi telja. Innan grunnskólans er aðra sögu að segja. Starfsaðferðir þeirra sem við skólann starfa hafa lítið breyst á undan- förnum árum. Því er ekki að leyna að tölvur hafa haldið innreið sína í grunn- skólana en enn sem komið er hafa þær að stærstum hluta verið notaðar til að kenna á þessa nýju tækni. Þá hafa tölvur einnig verið notaðar til að keyra kennsluforrit sem styðja við það starf sem fer frarn í bekkjarstofunni. Endurskoðun á öllum verkþáttum og þeim starfsaðferðum sem beitt er innan grunnskólans hefur hins vegar ekki farið fram í neinni líkingu við það sem gerst hefur í fyrirtækjum og stofnunum annars staðar í þjóðfélaginu. Því er óhætt að segja að reynsla fólks á almennum vinnumarkaði af upplýsinga- og tölvutækni er í flestum tilfellum meiri en sú sem kennarar og nemendur hafa öðlast. Lagerstarfsmaður hjá íslensku fram- leiðslufyrirtæki eða sölumaður hjá meðal- stórri heildsölu hefur orðið fyrir meira áreiti af upplýsingatæknibyltingunni en framsækinn, bókmenntasinnaður íslensku- kennari í íslenskum grunnskóla. í ljósi þess að það er skylda grunnskólans að búa nemendur undir nám og starf í því þjóðfélagi sem verða mun við lýði eftir 10 til 20 ár er það afar óheppilegt ef starfs- aðferðir þær sem beitt er innan grunn- skólans og nemendunr eru tamdar eru langt á eftir því sem almennt tíðkast. Erfitt er að fullyrða hvers vegna þetta er svona en þó má gera ráð fyrir að sá hvati sem liggur að baki slíku breytingastarfi hafi þar talsverð áhrif. í fyrirtækjum er það augljóst hverjum stjórnanda að vilji hann tryggja hagkvæmni í rekstri og auka líkur á góðri afkomu er fyrirtækinu nauðsynlegt að leggja verulegt fé í upplýsingatækni. Sá sem ekki bregst við þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu verður undir í samkeppni og á erfitt með að standast keppinautum sínum snúning. Það krefst hins vegar mikillar framsýni að taka tillit til bættrar samkeppnisaðstöðu þjóðarinnar og mikilvægi meiri færni þegnanna eftir 20 ár þegar fjárhagsáætlun grunnskóla til næstu 12 mánaða er gerð og vart á færi nema framsýnustu ráðamanna. Þar við bætist að það starf sem fram fer innan grunnskólans er afar flókið, miklu flóknara en flestir gera sér grein fyrir við fyrstu sýn og í raun flóknara en það starf sem fram fer í hefðbundnu innflutnings-, sölu-, eða framleiðslufyrirtæki. Kerfis- eða tölvunarfræðingur sem fær það verkefni að tölvuvæða fyrirtæki hefst gjarnan handa með því að skoða og skil- greina þá starfsferla sem fram fara innan fyrirtækisins. í framhaldi af því er skoðað hvaða starfsferla má bæta með tölvu- væðingu og loks hvaða búnað og þekk- ingu þarf. Þegar hafist er handa við að breyta hefðbundnum íslenskum grunn- skóla í tæknivæddan skóla sem er í stakk búinn til að undirbúa nemendur sína undir þátttöku í upplýsingasamfélaginu þarf að huga að því hvaða meginþættir það eru í skólastarfinu sem verða fyrir áhrifum af slíkri breytingu. Innan skólans leynast fjölmargir starfs- ferlar sem eru lítt eða ekki skráðir. Flestir 28 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.