Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 37
Hjallskólavefurinn
Hjallaskólavefurinn
hjallaskoli.kopavogur.is
Sigurður Davíðsson
/
IHjallaskóla, líkt og í mörgum öðrum
skólum, hefur lengi ríkt áhugi á upp-
lýsingatækni og möguleikum hennar í
skólastarfi. Einstakir kennarar eða kenn-
arahópar hafa tekið þátt í þróunarstarfi hér
innanlands eða samstarfsverkefnum á
vegum Sókratesáætlunar Evrópusam-
bandsins þar sem tölvu- og upplýsinga-
tækni kom talsvert við sögu. Heimasíðu
fyrir skólann bar því oft á góma í sam-
ræðum manna á milli en þar sem fjárntagn
til slíkra hluta er af skornum skammti í
grunnskólum landsins varð minna úr
framkvæmd hugmynda en hugur stóð til.
Þegar Þróunarsjóður grunnskóla auglýsti
eftir umsóknum um styrki til að efla sam-
skipti heimila og skóla eða til að efla
upplýsingatækni í skólum sáurn við okkur
leik á borði og sendum inn umsókn sem
hlaut náð fyrir augum sjóðsins.
í umsókn Hjallaskóla sagði varðandi
markmið verkefnisins: Meginmarkmið
verkefnisins er að efla samstarf heimila og
skóla með aðstoð Internetsins m.a. með
því að:
- koma á fót póstlista fyrir foreldra og
starfsfólk Hjallaskóla þar sem fram fer
gagnvirk umræða um skóla- og uppeld-
ismál.
- koma skólanámskrá skólans á vefinn
(árganganámskrám, Skólavísi, kennara-
handbók).
- gefa út blað, Vefpóstinn, á vefnum.
- annast birtingu upplýsinga frá
foreldrafélagi og foreldraráði.
- gera kannanir gegnum Internetið.
- birta upplýsingar urn þróunarverkefni,
bæði gömul og ný.
- birta ýmsar tilkynningar urn það sem
fyrirhugað er í skólastarfinu jafnóðum
og þær berast.
- birta síður sem nemendur gera í
skólanum.
- auðvelda foreldrum að leita sér
upplýsinga urn uppeldis- og skólamál á
vefnum.
Umsjón með verkinu hafa Árni
Jónsson, Hulda I. Rafnarsdóttir og Vigfús
Hallgrímsson kennarar við Hjallaskóla og
Sigurður Davíðsson, aðstoðarskólastjóri.
Þau hafa jafnframt séð um alla vinnu við
vefinn; hannað hann, tekið ljósmyndir,
safnað efni, skrifað greinar o.fl. Verkið er
unnið í FrontPage sem sett hefur verið upp
á nokkrum tölvum á neti skólans þannig
að margir geta ofið í einu og einfalt er að
uppfæra. Vefurinn er síðan vistaður á
FrontPage miðlara Skímu.
Vinna við vefmn hófst strax s.l. sumar
og var þá grunnur lagður að honum. Afar
mikilvægt er að vel takist til með skipulag
vefseturs þannig að vefarar velkist ekki í
vafa hvar hin ýmsu skjöl eiga heima en
ekki síður vegna þess að notendum þarf
samstundis að verða ljóst hvar upplýsingar
er að finna. Margir notendur hafa ekki
mikla reynslu af því að flakka um vefmn
og því þarf skiplag vefs sem ætlaður er
tjölbreytilegum hópi notenda að vera skýr
og einfalt að rata um hann. Haustið fór í
að koma inn ýmsu af því efni sem var
þegar til og fínpússa fyrir opnun. Vefurinn
var síðan formlega kynntur á opnum degi í
skólanum þann 16. nóvember s.l. í tilefni
af 15 ára afmæli skólans. Bæjarstjórinn í
Kópavogi, Sigurður Geirdal, opnaði
vefinn við hátíðlega athöfn á sal að
viðstöddum elstu nemendum skólans.
Skipta má vefnum gróflega í nokkra
hluta. Fyrst ber að nefna síður er innihalda
ýinsar almennar upplýsingar um Hjalla-
skóla. Þá eru síður þar sem athyglinni er
beint að nemendum annars vegar en
hinsvegar kennurum og síðan foreldrum.
Einnig má nefna síður þar sem þróunar-
verkefni sem tengjast Hjallaskóla eru
kynnt svo og Vefpóstinn, frétta- og upp-
lýsingamiðil skólans. Þá eru stór verkefni
á heimasíðu Hjallaskóla eða tengjast
henni beint (Nýbúinn-Migratory Children
through the Internet og För til fortíðar-
Travelling to Mysteryland) og eru sérstak-
Tölvumál
37