Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Qupperneq 39

Tölvumál - 01.05.1999, Qupperneq 39
Tölvusýningar Af CeBIT'99 Einar H. Reynis Líkt og gjarnan áður er fjarskiptahluti sýningarinnar mest áberandi enda tengjast símar og tölvur æ traustari böndum Eftir þrjá daga hér er ég búinn að fá nóg, sagði einn ferðafélaga minna, „en samt verð ég alveg friðlaus þegar nær dregur næstu sýningu". Þetta er sjónarmið sem vel á við og hann er áreiðanlega ekki einn um það. Er CeBIT vanabindandi? Það er allavega borðlagt að þarna er hægt að sjá ein tvö til þrjú ár fram í tímann, sem telst ágætt eins og breytingar eru örar. Og enn stækkar þessi stærsta tölvusýn- ing veraldarinnar og tölvufólk frá öllum heimsins hornum flykkist til Hannover til að skoða það nýjasta á þessu sístækkandi sviði. Líkt og gjarnan áður er fjarskiptahluti sýningarinnar mest áberandi enda tengjast símar og tölvur æ traustari böndum. Það sem var fyrirsagnarefni fyrir ári eða tveimur árum síðan er nú svo sjálfsagt að því er ekki gefinn sérstakur gaumur. Dæmi urn þetta er DVD sem erfitt var að fmna í eina tíð en var núna um allt. Reyndar er ferill DVD til þessa forvitni- legur. Samkvæmt fréttum á CeBIT höfðu einungis 150.000 sjálfstæðir DVD spilarar fyrir kvikmyndir selst í allri Evrópu á árinu 1998 en slík drif fylgja hins vegar í æ ríkari mæli með tölvum og tæknin sem slík búin að skjóta traustum rótum. Sem hlutfall af tölvum í notkun í Evrópu eru tölvur búnar DVD enn afar fáar eða innan við 2%. Það bólar ekkert enn á öðru efni á DVD diskum en kvikmyndum þó líklegt sé að það breytist einn daginn þegar margmiðlunarefni sprengir utan af sér CD diskana. Svo varpað sé fram einni spá þá er áætlað að á árinu 2002 verði helmingur tölva í Evrópu búnar DVD. Af öðrum tölum má nefna að á CeBIT var kynnt, með fyrirvara, sala á tölvurn á árinu 1998. Alls var salan rétt tæpar 90 milljón tölvur og hafði aukist um 12,1% frá 1997. Compaq trónar efst með 13,3 milljónir og hafði 14,8% markaðshlut- deild. Þar á eftir koma IBM, Dell, HP og Packard Bell NEC en þessir fimm voru með rétt innan við helming af seldum tölvum. Mikið hefur verið bollalagt hvernig PC tölvan muni þróast. IBM slær úr og í hvað þróun snertir og á einum punkti hafði fyrirtækið spáð að helmingur tækja sem noti Internetið verði einhverskonar smátölvur, eða tæki til sérstakra nota, en ekki PC tölvur eins og nú er. Fjarskipti mest áberandi Þýsk fyrirtæki sem keppa í fjarskiptum höfðu mikið umleikis og Deutsche Telekom lét sér ekki nægja minna en heilan skála undir sitt þar sem öll þjónusta var sýnd og kynningar í gangi annaðhvort á vegum fyrirtækisins eða samstarfsaðila. Samkeppnin er mikil og gríðarstórir borðar prýddu skála Deutsche Telekom. Ef borið er niður á einstök atriði í fjarskiptunum var GSM stjarnan. Nýjar kynslóðir símtækja eru að koma fram sem eru undir 100 g. á þyngd, með mjög endingargóðum rafhlöðum og hlaðnir möguleikum. Símar sem ráða við svokallað Dual-band voru áberandi en þá geta tækin tengst hvort sem er 900 eða 1800 MHz kerfi þar sem notandinn er staddur. Ericsson sýndi GSM síma sem getur tengst 900 MHz kerfum í Evrópu eða 1900 MHz afbrigði GSM sem notað er í Bandaríkjunum. GSM er ekki lengur einskorðað við símtækin eins og þau þekkjast í dag því Siemens var að sýna síma sem eru GSM en að útliti eins og borðsímar. Ennfremur mátti sjá svokölluð „Fleet Management“ kerfi sem nota SMS skeyti til að sjá staðsetningu farartækja og senda tilkynningar til og frá þeim. 18.-24.3.1999 HANN0YER Tölvumál 39

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.