Tölvumál - 01.05.1999, Qupperneq 40
Tölvusýningar
Þarna gaf einnig að
líta fyrstu eintök af
næstu kynslóð GSM
tækja sem styðja
svokallað WAP eða
Wireless Access
Protocol
Þó svo mikið sé um
að vera á sviði GSM
fengisí því síagur milli
Symbian EPOC og
Windows CE sem
stýrikerfi á minnstu
tölvurnar og símana
Þarna gaf einnig að líta fyrstu eintök af
næstu kynslóð GSM tækja sem styðja
svokallað WAP eða Wireless Access
Protocol en með þannig símum má skoða
texta af Internetinu á skjá símtækjanna en
slíkt kallar ekki á mikla bandbreidd og því
þokkalega meðfærilegt innan núverandi
tækni. Nokkrir framleiðendur sýndu
frumgerðir WAP síma á básum sínum, til
dæmis var Ericsson með frumgerð tækis,
R380, sem hefur til þess að gera stóran
grafískan skjá með valmyndum. Nokia var
að kynna 7110 síma sinn sem er með
WAP eiginleikum og ÍBM tilkynnti að
boðið yrði upp á aðgang að Lotus Notes
með WAP símum. Motorola tilkynnti að á
næsta ári yrðu allir nýir GSM símar þeiixa
búnir WAP. Deutsche Telekom hefur
tilkynnt að í haust fari fyrirtækið að bjóða
WAP og á CeBIT var kynning á
möguleikum símans en talsverður hópur
fylgdist með þegar sýnt var hvernig mátti
fletta upp tímatöflum lesta og athuga
hvaða veitingahús eru á því svæði sem
símnotandinn var staddur á. Það verður
athyglisvert að sjá hvernig þetta þróast.
Skipt í næsta gír
Þar sem núverandi gagnaflutningshraði
í GSM er of lágur fyrir tlutning á grafísku
efni, svo sem heimasíðum, var verið að
kynna næstu kynslóðir en gróft séð eru ein
þrjú stig framundan; GPRS eða General
Packet Radio Service sem er pakkaskiptur
flutningur sem til dæmis í tilfelli Deutsche
Telekom mun í fyrstu ráða við 50 kbit/sek.
og síðan 100 kbit/sek. og svo HSCSD eða
High Speed Circuit Switched Data en þá
eru rásir sameinaðar til að margfalda
flutningshraða á bilinu 9,6 til 64
18.-24.3.1999
HANNOVER
kbitar/sek. og síðan þegar lengra er litið
kemur þriðja kynslóðin, 3G, sem mun
ráða við 2 Megabit/sek. í hraða en eins og
lesendum er ef til vill kunnugt hefur verið
erfiðleikum háð að ná samkomulagi um
einn alheims-staðal fyrir 3G. Ljós punktur
í þessari baráttu var að á meðan að
sýningin stóð tilkynntu Ericsson og
Qualcomm, sem hafa átt í miklum deilum
vegna 3G, að fyrirtækin hafi náð sam-
komulagi um afnot af uppfmningum hvors
annars. Trúlega verður rnikið um að vera á
CeBIT 2000 á sviði GSM gagnaflutnings.
Bitist um notendur
Þó svo mikið sé um að vera á sviði
GSM tengist því slagur milli Symbian
EPOC og Windows CE sem stýrikerfi á
minnstu tölvurnar og símana. Symbian
hefur það framyfir CE að vera léttara á
fóðrum fyrir rafhlöður, en Microsoft er
ekki af baki dottið frekar en fyrri daginn,
og segist vera með á sínum snærum
mikinn fjölda aðila sem eru að þróa hug-
búnað til að keyra á CE. Nokia, Ericsson
og Motorola eru í samstarfí um að nota
Symbian EPOC á sínum símum en R380
frá Ericsson notar það stýrikerfi. Þetta
verður barátta og við spyrjum að leiks-
lokum.
Hugbúnaður til notkunar á smátölvum á
borð við Palm Pilot var til sýnis en þá má
samhæfa símaskrá í tækinu við símaskrá í
GSM símanum, senda og lesa ST^IS skeyti
og með viðbótarhugbúnaði fara a;
heimasíður og vinna með tölvupóst. Einn
sænskur hugbúnaðarframleiðandi sýndi
lausn sem er mótald í hugbúnaði. Þá nægir
að hafa rétta gerð af snúru til að tengja við
símann en ekki þarf sérstakt kort fyrir
viðkomandi tæki og því í orði kveðnu
auðvelt að skipta urn síma eftir þörfum.
Hugbúnaðurinn leyfði meðhöndlun á SMS
og tölvupósti ásamt fleiru. Þessi aðili mun
bjóða hugbúnaðinn bæði á Symbian
EPOC og CE.
Eins og sakir standa er annars gjarnan
miðað við að innrauða tengið IrDA sé
notað til að samtengja minnstu tölvurnar
og GSM en trúlega mun 2,4 GHz tæknin
Bluetooth taka við þegar fram líða stundir
því símtækið gæti verið í vasa eða tösku
meðan tengst er um símann. Bluetooth
sást hvergi á CeBIT nema í formi nokk-
40
Tölvumál