Tölvumál - 01.05.1999, Page 41
Tölvusýningar
Núna hefur tengis-
taðallinn USB
(Universal Serial Bus)
fyrir jaðarbúnað tekið
flugið svo um munar
eftir að hafa beðið
færis í langan tíma
urra lítilla skilta, sem er merkilegt því 220
aðilar standa að tækninni.
Nýir tengistaðlar að taka við
Núna hefur tengistaðallinn USB
(Universal Serial Bus) fyrir jaðarbúnað
tekið flugið svo um munar eftir að hafa
beðið færis í iangan tíma og er það því að
þakka að stuðningur er við tengilinn í
Windows 98 og Apple iMac er eingöngu
með USB tenglum í stað raðtengla og
SCSI eins og áður var. USB leyfir 12
megabit/sek. hraða í gagnaflutningi,
raðtengja má margvíslegan búnað saman
og óþarfi að drepa á tækjum áður en þau
eru samtengd fyrir utan það að stillingar
eru alveg í lágmarki. Ennfremur getur
tölvan lagt til allt að 500 mA í straum til
að knýja viðtengdan búnað og þarf hann
því ekki eigin aflgjafa. Ekki er verra að
samtengja má allt að 127 tæki á eina
braut. Allt þetta ætti að gera að verkum að
tæknin verði notendavæn og streyma
tækin á markað. Nýir skjáir voru til sýnis
með USB tenglum, auglýstur var USB
smartkortalesari, skanni búinn USB, Zip-
drif og allskonarUSB fjarskiptabúnaður
til sýnis og jafnvel stafrænar myndavélar
búnar tækninni. Það skyldi þó ekki vera að
dagar hins ævaforna RS-232 tengils séu
taldir og USB taka við?
í samhengi við USB ætti einnig að hafa
vakandi auga með annarri brautartækni,
ennþá hraðvirkari, sem kallast ýmist
FireWire eða IEEE 1394. Fræðilega getur
1394 náð nokkurra Gígabita/sek. hraða og
það er ekki að undra að þeir sem framleiða
stafrænar videovélar líti tæknina liýru
auga þó þær láti sér „bara“ nægja 100 til
400 Mbit/sek. hraða. Bæði væri þá hægt
að tengja videovél milliliðalaust við tölvu
til vinnslu á myndefni og samtengja
videovélar beint. Enn sem komið er ber
ekkert á tækninni því hún er fremur dýr en
þannig er það gjaman með allt nýtt.
Flatt upp á mig
Líkt og í fyrra voru flatir tölvuskjáir
áberandi hjá sýnendum og hjá sumum
eingöngu notaðir en dagar gömlu skjáanna
eru þó ekki taldir, öðru nær, því bæði eru
notendur að færa sig yfir í stærri mynd-
lainpaskjái og einnig er fyrirferðin að
minnka þó myndflöturinn sé að stækka.
18.-24.3.1999
HANNOVER
Myndlampaskjáir eru ennfremur ódýrari
en þeir flötu og getur munað talsverðu.
Talið er að eldri tæknin muni verða alls-
ráðandi næstu sjö ár en núna er mest
fjölgun í 19 tommu skjám.
Gamla aðferðin við að nota glærur á
fyrirlestrum er liðin tíð og tölvur og skjá-
varpar hafa tekið við. Fyrstu skjávarpamir
voru erfiðir í notkun. Þeir voru dýrir,
þungir og háværir og kröfðust þess að
myrkur væri í sýningarsalnum. Núna em
skjávaipar mun meðfærilegri og léttari og
tölva og varpi þurfa samanlagt ekki að
vera meira en fjögur kíló og því auðvelt að
ferðast með hvort tveggja. Salan vex að
sama skapi og jókst um 123% milli 1997
og 1998. Upplausnin er verulega góð og
varparnir búnir ýmsurn möguleikum til
margmiðlunar. Panasonic var að kynna
varpa sem hefur möguleika á að birta efni
beint frá PCMCIA korti og því óþarfí að
tengja tölvu við varpann ef halda á fyrir-
lestur.
Bless, filmur
Núna er kominn mikill skriður á stafræna
ljósmyndun eins og úrval véla á CeBIT
bar með sér. Myndgæði eru meiri, auð-
veldara að tengja, betri geymslumiðlar,
endingarbetri rafhlöður, betri verð og
upplausnin er að nálgast það sem filmur
skila. Þó svo enn vanti upp á að stafrænar
myndavélar slái venjulegum filmuvélum
við er staðalbúnaður núna mun meiri en
áður og þar að auki býr stafræna tæknin
yfir möguleikum sem venjulegar geta ekki
með neinu móti keppt við, svo sem að
skila af sér mynd sem er í raun tilbúin
heimasíða og taka upp hljóð. Það sem þó
gæti riðið baggamuninn á endanum er sá
Tölvumál
41