Tölvumál - 01.05.1999, Side 42
Tölvusýningar
Þessi þróun, ásamt
auðveldari tengingum
vélanna við annan
búnað, gæti þýtt að
fyrr en vari muni
hefðbundin
myndafaka með
filmum verða liðin tíð
en það er í samræmi
við annað, að
stafræn tækni yfirtaki
hlutverk hliðrænnar
eiginleiki vélanna að geta í sömu töku
tekið nokkrar myndir þar sem sumar eru
undir- eða yfirlýstar, til að tryggja að ein
sé alveg eins og ljósmyndarinn óskar sér.
Það kemur ekki á óvart að Kodak keyrir á
þessa nýju tækni af fullum þunga og ef
kíkt er á heimasíðu fyrirtækisins má sjá
vélar af ýmsum gerðum og dæmi um
eiginleikana. Þessi þróun, ásamt
auðveldari tengingum vélanna við annan
búnað, gæti þýtt að fyrr en vari muni
hefðbundin myndataka með filmum
verða liðin tíð en það er í samræmi við
annað, að stafræn tækni yfirtaki hiutverk
hliðrænnar.
Vel varið heimili
Stærstu fjai'skiptafyrirtækin voru að
kynna ýmis konar rannsóknarverkefni og
eitt slíkt, Residential Gateway, var til
sýnis hjá Siemens. Um var að ræða síma
sem var um leið tölva til að stjórna rofum
og skynjurum á heimiiinu með þráðlausri
tækni. Með einni aðgerð var hægt að gefa
fyrirmæli við brottför af heimili um að
lækka hitann, taka rafmagn af ýmsum
búnaði og athuga glugga en skynjarar á
stærð við kreditkort voru í gluggafölsum.
Ef gluggi var opinn var það strax tilkynnt.
Til að hindra að óviðkomandi geti átt við
kerfið var þessu samfara notuð önnur
tækni, Fingertip, sem er aflestur af fingra-
fari.
Með Residential Gateway var hægt að
kalla fram lista yfir hversu oft og hvenær
dyrabjallan hringdi og ef reynt var að opna
hurð eða glugga gaf kerfið strax viðvörun
með ljósum og sendi tilkynningu til
heimilisfólks urn símann. Residential
Gateway leyfir einnig að hægt er að
hringja í símann og kveikja og slökkva á
tilteknum tækjum með tónvalsskipunum.
Maðurinn sem sýndi þetta lagði á það
áherslu að tæknin væri einföld í
uppsetningu, til dæmis væri litlum
viðbótarrofum komið fyrir innan í
fyrirliggjandi rafmagnstenglum. Þó svo
tækni sem þessi sé í raun gamalkunnug er
stefnt að því að verðið verði það lágt að
þetta höfði til almennings.
Og næsta sýning...
Eftir lokun streymdi fólk út á brautarstöð.
Við rúllustigann stóð maður með lírukassa
18.-24.3.1999
CeBU
HANNOVER
og snéri sveif af miklum krafti og tónlistin
fyllti loftið en margir kímdu því undan
tækinu hékk snúra prýdd RS-232 tengli.
Já, það er ekki allt sem sýnist og allstaðar
koma tölvur við sögu.
Vegna Expo 2000 í Elannover verður
næstu CeBIT-sýningu flýtt urn mánuð og
þegar sýningin lokar verða skálar 27 og 28
rifnir og nýjar byggingar byggðar í þeirra
stað. Einnig er vert að minnast á sýn-
inguna CeBIT Home, sem snýr meira að
tækni fyrir almenning, sem verður að
þessu sinni haldin í Leipzig.
A heimasíðu Skýrslutæknifélagsins er
að finna ýmsar vefslóðir í tengslum við
þessa grein. Slóðinn www.sky.is.
Einar H. Reynis starfar á vöruþróunardeild
Landssímans og er ritstjóri Tölvumála
42
Tölvumál